Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 46

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 46
46 Litli-Bergþór fer ekki hjá því að maður kynnist fólkinu. Samskipti við fólk eru það sem læknisstarfið gengur út á. Þegar kemur að sálgæslunni má segja að læknisstarfið líkist prestsstarfi, því það sem hrjáir fólk er oft öðru fremur eitthvað sem hvílir á sálinni. Fjölgun sumarhúsa, sem nú teljast í þúsundum í uppsveitum Árnessýslu, og meiri umferð ferðafólks, leiddi af sér aukið kvabb hjá okkur Laugaráslæknum. Útköllum vegna minniháttar meiðsla fjölgaði, „barn datt fram úr rúmi, maður sneri sig á ökkla í gönguferð eða sumarbústaðakona fékk hnífinn í puttann þegar hún var að skera grænmetið. En auðvitað gerðust líka alvarlegir hlutir, eins og dauðsföll og slys. Þetta hefur verið þverskurður af þeim verkefnum sem læknar þurfa að sinna.“ (1) Annars má ég ekkert segja um starf mitt sem læknir, er bundinn algerri þagnarskyldu. Get þó sagt að mér fundust alltaf geðsjúklingarnir skemmtilegastir! Læt fljóta með eina sögu af hollenskum ferðamanni, sem velti eitt sinn bíl sínum við Ósabakka og lenti í svo mikilli drullu að varla sá í hann. Ég tók hann með mér heim, þar var hann settur í sturtu og Sísa dressaði hann svo upp í gömul föt af mér, sem voru reyndar alltof stutt á honum því þetta var hávaxinn maður. Og þó hún segði honum að vera ekkert að skila fötunum, sendi hann þau samt til baka í pósti með bók um næstu jól, sem þakklæti fyrir aðstoðina. Það er ekkert sjálfsagt að menn geti starfað svona lengi saman á tvískiptri vakt án árekstra eins og við Gylfi höfum gert í rúmlega 30 ár, en „við höfðum vit á því að vera ekkert að deila … Við komum okkur upp ákveðnu skipulagi frá fyrsta degi og því var ekki hnikað meðan við vorum þarna. Fastar reglur og ekkert vesen. Við vorum líka heppnir með starfsfólk, hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn entust vel og lengi!“ (2) Svo héldum við hæfilegri fjarlægð í einkalífinu, sem er held ég skynsamlegt. Við brölluðum samt ýmislegt saman við Gylfi, veiddum fyrstu árin svolítið í net í Hvítá, því það fylgir veiðiréttur landi Heilsugæslustöðvarinnar. En við urðum latir við það þegar lítið veiddist. Báðir vorum við svo með hesta, byggðum hesthús með fleirum á hæðinni fyrir ofan Benna Skúla. Gylfi entist lengur í því. Hestarnir voru hafðir í gerði þar sem Heilsugæslustöðin er nú. Ég var alinn upp við hesta og smalamennsku og smalaði fyrstu árin hjá Bjössa í Skálholti, sem var fyrsti bóndinn sem ég kynntist hér í Tungunum. Kynntist honum í gegnum Gylfa rektor, sem var með hesta hjá Bjössa. Svo rak ég lengi á fjall með Magnúsi í Miðfelli, en þegar hann tók upp á því að keyra féð á fjall, datt hestamennskan upp fyrir. Um sama leyti varð reiðhesturinn minn bráðkvaddur og Kalli Gunnlaugs, bróðir Magnúsar, dró mig í golfið á Flúðum. Ég taldi mig reyndar afbragðs smala og er enn stór móðgaður yfir að hafa ekki verið beðinn um að fara á fjall fyrir Tungnamenn, eða taka að mér æðri embætti í smalamennskum! Ég keypti fyrsta hestinn minn, hann Þyt, frá Gauja á Tjörn. Hann hafði dagað uppi hjá Guðjóni, var frá fólki í Reykjavík sem vitjaði hans ekki. Svo hann seldi hann á 25 þúsund upp í fóðurskuld. Hann var mikið gæðablóð en svolítið víxlgengur. Svo keypti ég tvo hesta úr Skagafirði, annar heltist í girðingu, hinn varð bráðkvaddur. Folald sem ég keypti af Birni í Skálholti tamdist svo vel Pétur og Inga Dóra á leið í reiðtúr. Gróðursetning í Guttormslundi.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.