Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 23
Litli-Bergþór 23
Krummaklettur
Fréttir frá Krummakletti (eldri deild)
Starfið á Krummakletti í vetur hefur verið fjölbreytt og skemmti-
legt. Þar sem við vinnum eftir hugmyndafræði Reggio Emilía
erum við með þema á hverju starfsári. Þemað þetta árið var
sveitin mín og náttúran í kring. Við lögðum áherslu á dýrin sem
lifa í næsta nágrenni við okkur og fléttuðum svo allt starfið í
kringum þemað t.d. með myndlist, tónlist, læsi, útikennslu og
fleiru. Í tónlist tókum við fyrir Dýrin í Hálsaskógi, börnin lærðu
lögin úr leikritinu og æfðu svo hluta úr því, sem þau sýndu 1.-
4. bekk. Á þriðjudögum og fimmtudögum hafa börnin verið í
seli með 1.-4. bekk. Í selinu leika börn saman frá 4 ára aldri til
10 ára. Yngri börnin hafa lært mikið af þeim eldri og mun þetta
stuðla að vellíðan og öryggi þeirra þegar þau seinna meir flytjast
á milli skólastiga. Börnin læra mest í gegnum leiki og við notum
þá sem kennsluaðferð.
Leikur eykur málskilning, vitsmunaþroska, tilfinn-
ingaþroska og hreyfingu. Í gegnum leik læra börnin
um mannlega hegðun með því að leika og herma
eftir því sem þau sjá í umhverfinu bæði úr sjónvarpi
og með því að herma eftir hegðun okkar sem næst
þeim standa. Börn æfa rökhugsun í leik og í samleik
með öðrum börnum tala þau saman og læra hvert af
öðru hvernig á að haga sér.
Guðbjörg Þura Gunnarsdóttir deildarstjóri.
Hópur úr Selinu
Fremst: Benjamín Óli, Saga Natalía, - Dísa, Ignacy, Adda Sóley,
Íris Anna, - Ásdís Erla, Róbert, Alexandra, Vigdís Fjóla, - Katrín
María, Anna Lára, Katla, Ella Sóley, - Unnsteinn og Emelía aftast.
Dröfn Þorvaldsdóttir kennir börnunum um fugla.
Elstu börn leikskólans í útikennslu: Katrín María
Óskarsdóttir, Ella Sóley Gretarsdóttir, Benjamín Óli
Andrésson, Katla Helgadóttir, Saga Natalía Sigurðardóttir,
Vigdís Þórarinsdóttir og Alexandra Ýr Birkisdóttir.
Bakarinn (Benjamín Óli Andrésson ) og Hérastubbur bakari
(Katla Helgadóttir). Aðrir leikarar fylgjast með.