Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 51

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 51
ar ég nálgast og leyfir mér að halda á sér og klappa sér þegar hinar hænurnar garga, ýfa fjaðrir og stél og flýta sér burt. Svo er það kýrin Skrauta. Skrauta er uppáhalds kýrin mín. Hún er yndisleg með stóru augun sín. „Hún Skrauta grætur“ segi ég eitt sinn við pabba. „Hún veit að þú ætlar að senda kálfinn hennar í sláturhúsið“ „Vitleysa, dýr gráta ekki“ svarar pabbi ákveðinn. „Ætli hún hafi ekki bara fengið eitthvað í augað.“ En þó að pabbi sé næstum því alvitur þá hefur hann rangt fyrir sér með Skrautu. Hún grætur af sorg. Um það er ég ekki í nokkrum vafa. Þegar kálfarnir eru teknir frá henni renna tárin í stríðum straumum og ég græt með henni. Á góðviðrisdögum legg ég mig ofan á Skrautu. Henni dettur ekki í hug að hreyfa sig þegar ég kem skokkandi, klóra henni á bakvið eyrun og leggst svo á mjúkan belginn. Stundum sofna ég og vakna löngu seinna og þó að allar kýrnar hafi fært sig um set þá liggur Skrauta alveg grafkyrr og jórtrar. Hún stendur ekki upp fyrr en ég vakna og skríð af hlýju fletinu. Svo leggst ábyrgðin á litlar herðar. Ég þarf að byrja morguninn á að sækja kýrnar, gefa kálf- unum, hænunum eða heimalningunum. Mér finnst samt ekkert leiðinlegt að sækja kýrnar. Ekki þegar ég er nógu gömul og get farið að sækja þær ein. Þá vakna ég líka ein á undan öllum og fyrr en hinir þurfa að gera, af því að ég er svo mikill sveimhugi, að það tekur mig mun lengri tíma að reka þær heim í fjós. Mamma segir að ástæðan sé sú að ég vilji aldrei slá í kýrnar en bíði bara eftir að þær lalli sér af stað aftur ef þær stoppa. Kannski er það ein ástæðan, enda er Skrauta mín yfirleitt síðust og hvernig í ósköpunum á ég að fá mig til að slá í bestu vinkonu mína. Við erum aldrei með prik, en rífum upp njóla eða brjótum fúnar greinar af trjánum. Ég nota þessi tól ekki mikið nema til að sveifla þeim í kringum mig. Ég syng líka stanslaust og þarna get ég sungið fullum hálsi, allavega á meðan ég er nógu langt frá bænum og enginn að abbast upp á mig. Stundum tala ég bara við fuglana, kýrnar og sjálfa mig. Svo taka hin morgunverkin við og þá verð ég að fara út úr mínum dásamlega draumaheimi inní raunveruleikann. Litli-Bergþór 51 Leiðréttingar Mistök voru gerð við vinnslu eftirfarandi atriða í 1. og 2. tbl. síðastliðins árs. 1. tölublað, júlí 2016: bls. 8 – Rangt farið með fæðingardag. Guðbjörg Kristjánsdóttir á Ekru, f. 15.08.1940 2. tölublað, desember 2016: bls. 13 – Rangt farið með fæðingardag. Guðrún Björk Þrastardóttir á Birkiflöt, f 28.07.1969 bls. 20 – Rangt nafn á mynd. Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Hallur Sighvatsson Miðhúsum, Bryndís Malmo Bjarnadóttir Helgastöðum, Kristján Ágúst Njarðarson Brattholti og Stella Björk Guðjónsdóttir Reykjavöllum. Blaðið biður þetta fólk velvirðingar á mistökunum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.