Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 29

Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 29
Litli-Bergþór 29 Það var ekki aðeins forgangsröðun í brúabyggingum sem tafði fyrir framkvæmdum á Iðu því á þessum tíma blönduðust raforkumál í umræðuna. Í grein í Samtíðinni í október, 1951, sem fjallaði um endurreisn Skálholts skrifaði Árni G. Eylands um raforku og brúarmálin eins og þau myndu bæði geta gengið í gegn á sama tíma. Hann sagði m.a.: Skálholt hefur hímt i myrkri um skeið, en það á að vera bjart yfir staðnum bæði i orði og verki. Ljósið frá Ljósafossi þarf að ná þangað og lýsa þar og sem víðast um Suðurland. Það væri glámskyggni að ganga framhjá því, að það er að byrja á öfugum enda og fálm, en ekki skynsamleg framkvæmd, að efna til mikilla hluta í Skálholti, án þess að jafnframt sé leitt þangað rafmagn frá Soginu. Og það stendur vel á spori um þetta. Brúin á Hvítá hjá Iðu kemur alveg á næstunni. 1952 Í byrjun árs 1952 birtist grein í Tímanum eftir Teit Eyjólfsson, bónda í Eyvindartungu (1900-1966), en hann var um tíma oddviti Laugardalshrepps, undir fyrirsögninni: „Raforkan og sveitirnar“, sem átti eftir að koma talsverðu róti á hugi margra. Í greininni fjallar hann um miklvægi þess að lokið verði við rafvæðingu í uppsveitunum. „Þó stærsta orkuver landsins sé í Grímsnesi, og hefir sent ljós og yl á annan áratug í þéttbýlið vestan fjalls, þá sitja sveitabæirnir í Grímsnesi enn þann dag í dag í sama myrkrinu og var, er Ketilbjörn hinn gamli nam þar land“. Hann lýsti þeirri skoðun að ekki væri hægt að „gera þrotlausar kröfur á hendur ríkinu nema hægt sé að benda á leiðir til að afla fjárins“. Hann lagði því til að fé það sem ætlað hafði verið til byggingar brúar hjá Iðu yrði sett í að koma raforku á alla sveitabæi í héraðinu. Hann taldi að megin rökin fyrir brúnni væru bætt aðgengi að læknisþjónustu og það væri einfalt að leysa með því að skipta héraðinu þannig, að læknir yrði bæði í Laugarási og austan Hvítár. Síðan sagði Teitur: „Nú vaknar sú spurning við athugun þessa máls, hvort það yrði ekki meiri lyftistöng fyrir héraðið, að þessar millj. yrðu lagðar í rafveitur um Skeið, Hreppa og Biskupstungur, en brúin yrði látin bíða, — betri tíma“. Og loks: Og það virðist háskaleg léttúð, að binda svo mikið fé í þriðja steinboganum yfir Hvítá, á sama tíma og fyrirsjáanlegt er, að hin blómlegu héruð báðum megin Hvítár munu ekki fá raforku á næstu árum vegna fjárskorts. Eins og nærri má geta urðu viðbrögð við grein Teits. Þar reið Eiríkur Jónsson í Vorsabæ (1891-1963), oddviti Skeiðahrepps frá 1922-1950, á vaðið með grein í Tímanum 31. janúar: Eiríkur lýsti sig sammála Teiti varðandi mikilvægi rafvæðingar sveitanna, taldi ekki hættu á að sveitafólkið myndi flytja í stórum stíl í kaupstaðina eins og Teitur hafi haldið fram. Sú öfugþróun, er komst í okkar þjóðlíf á hernámsárunum, er sem betur fer að snúast við, bæði af því að með aukinni ræktun og þessum og öðrum lífsþægindum, er fólkið farið að sjá það, að varhugavert getur verið að hlaupa beint í ljósið til þess að brenna þar af sér vængina, og í von um betri lífsþægindi, sem mörgum hefir brugðizt, enda er ekki það framundan nú í atvinnulífi kaupstaðanna, að til eftirsóknar sé, betra er því að bíða 2—3 ár eftir rafmagni í sveitirnar heldur rasa að hinu um ráð fram. Teitur Eyjólfsson. Eiríkur Jónsson.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.