Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17
Bláskógabyggðar og Landlæknisembættisins
um heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð.
Að öðru leyti fólst dagskráin í því að Páll
M. Skúlason renndi yfir helstu þætti í sögu
heilsugæslunnar í Laugarási. Ávörp fluttu síðan
Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, verkefnisstjóri
Heilsueflandi samfélags í Bláskógabyggð,
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSu, sem fór yfir
mikilvægi heilsugæslunnar í Laugarási og bættrar
lýðheilsu, forsetinn og heilbrigðisráðherra.
Valgerður Sævarsdóttir stýrði athöfninni.
Friðheimar í Reykholti voru næstir á dagskránni
en þar tóku Knútur Ármann og Helena Her-
mundardóttir á móti gestunum og sögðu frá
starfseminni og garðyrkju í sveitarfélaginu.
Loks lá leiðin til móttöku í Aratungu þar
sem forsetahjónin gengu inn í húsið í gegnum
Samningur um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð,
f. v. Forseti Íslands, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helgi
Kjartansson og heilbrigðisráðherra. (mynd: pms)
Börn taka á móti forsetahjónunum í Aratungu.
(mynd: pms)
Forsetahjónin taka á móti gestum. (mynd: pms)
Leikskólabörn syngja. (mynd: pms)
Grunnskólabörn syngja. (mynd: pms)