Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 17

Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 17
Litli-Bergþór 17 Bláskógabyggðar og Landlæknisembættisins um heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð. Að öðru leyti fólst dagskráin í því að Páll M. Skúlason renndi yfir helstu þætti í sögu heilsugæslunnar í Laugarási. Ávörp fluttu síðan Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Bláskógabyggð, Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSu, sem fór yfir mikilvægi heilsugæslunnar í Laugarási og bættrar lýðheilsu, forsetinn og heilbrigðisráðherra. Valgerður Sævarsdóttir stýrði athöfninni. Friðheimar í Reykholti voru næstir á dagskránni en þar tóku Knútur Ármann og Helena Her- mundardóttir á móti gestunum og sögðu frá starfseminni og garðyrkju í sveitarfélaginu. Loks lá leiðin til móttöku í Aratungu þar sem forsetahjónin gengu inn í húsið í gegnum Samningur um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð, f. v. Forseti Íslands, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helgi Kjartansson og heilbrigðisráðherra. (mynd: pms) Börn taka á móti forsetahjónunum í Aratungu. (mynd: pms) Forsetahjónin taka á móti gestum. (mynd: pms) Leikskólabörn syngja. (mynd: pms) Grunnskólabörn syngja. (mynd: pms)

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.