Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Side 4
4 11. janúar 2018FRÉTTIR
Það er
staðreynd að…
Þjónar faraóa í Egyptalandi smurðu sig
með hunangi til þess að flugur myndu
herja á þá frekar en hina voldugu
yfirmenn sína.
Hitler, Mussolini og Stalín voru allir
tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels.
Landkönnuðurinn Peter Freuchen
varð undir snjóflóði í einni af ferðum
sínum árið 1926. Hann komst lífs
af með því að búa til hníf úr eigin
hægðum og skera af sér fótinn.
Frá og með 1945 hafa allir breskir
skriðdrekar státað af búnaði til að
hella upp á te.
Einn valdamesti sjóræningi allra
tíma var kínversk fyrrverandi
vændis kona að nafni Ching Shih.
Hún lést árið 1844.
Öld sápunnar
S
varthöfði strengdi það ára-
mótaheit að fara oftar í sund-
laugarnar. Það er heilsubæt-
andi og myndi að einhverju
leyti rjúfa félagslega einangrun.
Breiðholtslaugin varð fyrir valinu
því hún er hverfislaugin, jafnvel þó
að Dagur Bergþóruson rukki meira
ofan í sínar laugar en bæjarstjórar
nágrannasveitar félaganna.
Þegar Svarthöfði var kominn í
sína sundbrók og ætlaði að brokka
út í laugina kom baðvörðurinn
aðvífandi og setti hendurnar á
bringuna á Svarthöfða, klæddur í
latexhanska. „Hvert helduru að þú
sért að fara?“ spurði hann. Svo benti
hann plaggat á veggnum sem sýndi
þá staði sem Svarthöfði átti að þrífa
sig með sápu; höfuðið, handar-
krikana, nárann og fæturna. Stóð
vörðurinn síðan yfir Svarthöfða
sem þreif sig og ekki laust við að
hann fengi einhvers konar nautn
út úr þessu. Tveir eldri menn urðu
vitni að þessu. Fór baðvörðurinn þá
aftur í búrið sitt en Svarthöfði gekk
til laugar, smánaður.
Í pottinum gat Svarthöfði ekki
fylgst með þeim umræðum sem
þar fóru fram, hugurinn var annars
staðar. Þetta er svo „shitty“. Hvaðan
kemur eiginlega þessi stöðuga
krafa um þrifnað? Svarthöfði
er krúnurakaður og aldrei hef-
ur Svarthöfði séð neinn sápa á sér
tærnar í sturtu, aldrei. Þar að auki
er meira klór en vatn í sundlauginni
sjálfri. Samt á að sápa sig allan bæði
áður en farið er í laugina og eftir.
Þessi krafa er ekki bundin við
sundlaugarnar. Alls staðar þar sem
Svarthöfði fer er hann neyddur til að
þrífa sig. Svarthöfði fer reglulega að
heimsækja móður sína á hjúkrunar-
heimili þar sem Svarthöfði er skikk-
aður til að þvo á sér hendurnar upp
úr svíðandi spritti. Á klósettinu í
vinnunni hangir plaggat frá Land-
lækni þar sem Svarthöfði er krafinn
um að sápuþvo hendurnar og nota
bursta undir neglurnar við hverja
salernisferð. Í mötuneytinu hangir
eins plaggat. Alls staðar blasa við
auglýsingar um sjampó, svita-
lyktareyði og aðra basa til að drepa
gerla og eyða náttúrulegri líkams-
lykt.
Hvaðan kemur þessi krafa? For-
feður okkar byggðu þetta land
í þúsund ár án þess að þvo sér.
Þeir böðuðu sig aldrei og létu
hundana sleikja askana. Klósett-
pappír var ekki til og þaðan af síð-
ur naglaburstar. Ef fólk lifði frum-
bernskuna af gat það lifað góðu
lífi og myndaði ónæmi gegn flest-
um gerlum og pestum. Þetta er allt
horfið á öld sápunnar. Í staðinn
fáum við psoriasis, exem og flösu af
sífelldri sápunotkun fyrir utan hvað
þetta kostar nú allt saman mikið. n
Svarthöfði
ANNAÐ FÓRNARLAMB ÓÐS
HUNDS STÍGUR FRAM
n Bitinn við Bónus í Faxafeni n Sá hundinn reyna að bíta í Holtagörðum„Ég sagði hon-
um að þetta
væri óður hundur
sem þyrfti að lóga
F
yrir skemmstu var maður
bitinn af hundi sem bund-
inn var fyrir utan Húsgagna-
höllina. Hlaut sá maður
mikil meiðsl af þeirri árás. Nú stíg-
ur fram maður sem segist hafa
verið bitinn af sama hundi í haust,
fyrir utan Bónus í Faxafeni. Einnig
að hann hafi séð hundinn gera til-
raun til árásar á annan mann við
Bónus í Holtagörðum. Í hans til-
viki hafi eigandinn brugðist illa
við, ekki tekið ábyrgð á dýrinu
heldur sakað manninn um að veit-
ast að hundinum.
Fyrirvaralausar árásir
Um síðustu helgi fjallaði DV um
hundsárás sem átti sér stað fyrir
utan Húsgagnahöllina við Bílds-
höfða. Þar var hundur, senni-
lega einhvers konar blendings-
afbrigði af Labrador, bundinn við
reiðhjólastand. Járnsmiður að
nafni Guðmundur Helgi Stefáns-
son skrapp inn í apótek og sá
hundinn þegar hann kom út. Virt-
ist hann hinn vinalegasti en tryllt-
ist síðan og beit Guðmund í fót-
legginn og magann. Fékk hann
mikið sár og mar og þurfti að leita
til læknis. Guðmundur hafði ekki
upp á eigandanum en heyrði tal
unglinga sem sögðu hundinn
þekktan bithund.
„Ég varð fyrir biti af þessum
sama hundi, greinilega,“ segir
karlmaður á miðjum aldri sem vill
ekki láta nafns síns getið. „Sam-
kvæmt lýsingunni finnst mér það
mjög líklegt. Ég hef séð þennan
hund stökkva alveg fyrirvaralaust
á mig og aðra.“
Bitinn í hand-
legginn
Hundurinn sem um
ræðir er blendingur
af Labrador og
Border Collie. Hann
var bundinn við handrið
fyrir utan Bónusverslunina í
Faxafeni. Atvikið átti sér stað þann
19. september síðastliðinn, um sex
leytið að kvöldi.
„Þessi eigandi er greinilega ekki
í lagi. Hann horfði á þetta gerast.
Ég kom á hjóli og renndi þarna
upp að grindverkinu, skammt frá
þar sem hundurinn var bundinn.
Ég ætlaði að læsa hjólinu mínu við
þetta grindverk. Í því sem ég renni
hjólinu mínu fram hjá hundinum
stökk hann upp að hendinni á mér
þar sem ég hélt um stýrið og beit
mig. Hann gjörsamlega trylltist.“
Maðurinn segist hafa orðið
dauðskelkaður við þessa árás. Eig-
andinn var þá kominn út og húð-
skammaði maðurinn hann fyrir
þetta.
„Ég sagði honum að þetta væri
óður hundur sem þyrfti að lóga.
Hann brást þá hinn versti við og
ásakaði mig um að hafa ráðist á
hundinn. Hann var eins illur og
hundurinn.“
Stillt upp til að gera fólki lífið
leitt
Fékkstu áverka eftir árásina?
„Það mótaði fyrir tannaförum
á handleggnum á mér. En það var
ekki í gegnum skinnið, þannig að
ég var heppinn. Ég fór því ekki til
læknis til að fá sprautu eða neitt
slíkt, þótt ég hafi ætlað að gera
það.“
Hundeigandinn losaði hundinn
og héldu þeir á brott. Maðurinn
sem varð fyrir árásinni tók ljós-
myndir af þeim eftir orðaskiptin.
Sögunni lýkur ekki við þetta at-
vik. Skömmu síðar sá maðurinn
þennan sama hund, bundinn fyrir
utan Bónusverslunina í Holta-
görðum.
„Þar sá ég að hundurinn veitt-
ist að manni sem var á leiðinni inn
í búðina. Ólin var hins vegar ekki
nógu löng til að hundurinn gæti
bitið hann. Þetta ætti að vera lög-
reglumál. Það er eins og sé verið
að stilla þessum hundi upp til þess
að hræða fólk og gera því lífið leitt,“
segir maðurinn. n
Bundinn við
grindverk
Blanda af
Labrador og
Border Collie.
Faxafen Hundurinn og eigandi hans.
Hver er
hann
n Hann er fæddur
á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar og
byrjaði að leika á sviði
tólf ára gamall
n Millinafn hans er Þorfinnur
n Hann hefur sent frá sér tónlist,
sem sungin er af honum sjálfum og
öðrum listamönnum
n Hann á sjö uppkomin börn með
eiginkonu sinni en þrjú þeirra hafa
unnið á fjölmiðlum
n Hann hefur orðið Íslandsmeistari
í akstursíþrótt
SVAR: ÓMAR RAGNARSSON