Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Page 21
FÓKUS - VIÐTAL 2111. janúar 2018
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
www.igf.is
SEGÐ
U NE
I
VIÐ P
LAST
I
– Fegurðardrottningar fyrr og nú
„Ég brosi í gegnum tárin“
Frá fegurð í sviðsljósið
Margar þeirra sem tóku þátt í
fegurðarsamkeppnum völdu að
vera áfram í sviðsljósinu, en þó á
öðrum vettvangi. Sem dæmi má
nefna Bryndísi Schram (1957)
sem varð landsmönnum að
góðu kunn sem umsjónarkona
Stundarinnar okkar, leikkona og
sendiherrafrú með meiru, Hrafn-
hildi Hafsteinsdóttur (1995) sem
er í dag framkvæmdastjóri FKA,
Félags kvenna í atvinnulífinu,
Ragnheiði Guðfinnu Guðna-
dóttur (2001) sem gerðist fjöl-
miðlakona áður en hún dró sig í
hlé, Manuelu Ósk Harðardóttur
(2002) sem er í dag eigandi Miss
Universe á Íslandi og Ragnhildi
Steinunni Jónsdóttur (2003) fjöl-
miðlakonu.
Bryndís Schram
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
Morgunblaðið 20.04.2002/skjáskot timarit.is
Ungfrú Hollywood Ólafur Laufdal skemmtistaðakonungur rak skemmtistaðinn
Hollywood í Ármúla 5, frá 2. mars 1978 til 1987. Staðurinn var mjög vinsæll og oftast
smekkfullur, sérhæfði hann sig í diskótónlist, tískusýningum og glamúr.
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Hollywood var haldin 1979–1990 og síðasta fegurðar-
drottningin sem valin var þar, var Elín Reynisdóttir, sem í dag er förðunardama á RÚV.
Miss Universe Árin 1956–2016 kepptu stúlkur úr Ungfrú Ísland í Miss Universe. Árið
2016 varð keppnin sjálfstæð keppni hér heima undir stjórn Manuelu Óskar Harðardóttur,
sem valin var Ungfrú Ísland 2003, hún varð í 2. sæti í Ungfrú Skandinavia en tók ekki þátt
í Ungfrú Heimur vegna veikinda. Meðeigandi og meðstjórnandi hennar er Jorge Esteban.
Þrjár stúlkur hafa unnið keppnina: Hildur María Leifsdóttir (2016), Arna Ýr Jónsdóttir
(2017), sem var valin Ungfrú Ísland tveimur árum áður, og Katrín Lea Elenudóttir (2017).
Manuela Ósk
Harðardóttir