Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Síða 27
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ
Aukin þægindi fyrir sjálfstætt
starfandi einstaklinga
Ef þú ert sjálfstætt starfandi einstaklingur hefur þú ör-ugglega velt fyrir þér hlutum
á borð við reikningagerð, virðis-
aukaskatt, launatengd gjöld og skil
á opinberum gjöldum.
Hjá mörgum getur það verið yf-
irþyrmandi og tímafrekt verkefni að
þurfa að passa upp á þessa þætti í
hverjum einasta mánuði. Hjá þjón-
ustunni Payday er hægt að leysa
vandamálið með einföldu en öflugu
kerfi sem er sérsniðið að þörfum
sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Þjónustan sér sjálfkrafa um skil á
launatengdum gjöldum.
Payday er hvort tveggja í senn,
hugbúnaður og þjónusta. Um er
að ræða lausn fyrir fyrirtæki og
einstaklinga sem selja út vinnu sína
og/eða þjónustu og gerir notend-
um kleift að halda utan um allt
sem viðkemur launagreiðslum og
reikningum á einum stað.
Payday gefur út reikninga, stofn-
ar þá í heimabanka greiðanda,
sér til þess að allar lögbundnar
greiðslur séu inntar af hendi til þar
til bærra aðila og auðveldar not-
endum að halda utan um og hafa
yfirsýn yfir stöðu rekstrarins hverju
sinni. Mikið er lagt upp úr því að
hugbúnaðurinn sé notendavænn
og sem einfaldastur í meðförum.
Það tekur aðeins örfáar mínútur
að stofna aðgang að Payday, að
því loknu getur þú byrjað að senda
reikninga eða greiða þér út laun.
Það er ekki jafn flókið að halda
utan um reksturinn og þú hefur
haldið til þessa, Payday sér til þess.
Payday veitir þér þá yfirsýn yfir
reksturinn sem þig hefur alltaf
dreymt um. Með auðveldum hætti
sérðu hvað þú átt útistandandi
í ógreiddum reikningum, hverjar
tekjurnar eru í hverjum mánuði,
hvað þú greiðir í skatt og hvað er til
ráðstöfunar. Með þessu móti ættir
þú að verða öruggari með rekstur-
inn og þá um leið verða ákvarðanir
tengdar rekstrinum auðveldari.
Þú þarft ekki lengur að muna
hvenær það eru skil á staðgreiðslu
eða lífeyrissjóðsgreiðslum, Payday
passar upp á það fyrir þig. Payday
passar upp á að allt sé í skilum á
réttum tíma og kemur þannig í veg
fyrir óþarfa kostnað og áhyggj-
ur. Framtíðarsýn Payday er sú
að bókhald verði sjálfvirkara með
hjálp gervigreindar. Þannig verður
hægt að lesa sjálfvirkt inn reikn-
inga og kvittanir sem bókaðar eru
sjálfkrafa inn í kerfið og stemmd-
ar af með beintengingum við
bankareikninga fyrirtækja.
Payday hefur unnið Nordic
Startup Awards 2018 á Íslandi
sem besta FinTech Startup. Þess
má einnig geta að þjónustan náði
mikilvægum áfanga við síðustu
uppfærslu í desember. Núna er
fyrirtækjum með fleiri en einn
starfsmann boðið upp á stóru
áskriftarleiðina okkar (sem nefnist
Allur pakkinn). Þessi breyting opnar
á alveg nýjan markhóp sem eru
örfyrirtæki og lítil fyrirtæki. n