Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Síða 38
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ
T ímamót urðu í sögu Fannt-ófells fyrir skömmu er fyr-irtækið flutti höfuðstöðv-
ar sínar að Gylfaflöt 6–8 í 112
hverfinu í Reykjavík. Þar hefur
jafnframt verið tekinn í notkun
nýr og glæsilegur sýningasalur.
„Hagræðingin við flutninginn er
mikil, framleiðslutími styttist og öll
aðstaða fyrir starfsmenn er betri.
Þá er aðkoma fyrir viðskiptavini
miklu betri. Með nýjum og stærri
sýningarsal getum við núna sýnt
allar framleiðsluvörurnar,“ segir
Sigurður Bragi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
Fanntófell sérhæfir sig í fram-
leiðslu á borðplötum, skilrúmum,
búningsklefaskápum, sólbekkjum,
skápa/skúffu prófílum og fleiru,
úr harðplasti, Fenix, límtré og
akrýlsteini. Sérhæfing Fanntófells
frá stofnun 1987 er formbeyging
á köntum á harðplastplötum en
einnig framleiðir fyrirtækið plötur
með beinum kanti í m.a. viðarkant,
pvc-kant og laserkant.
Fanntófell framleiðir bæði fyrir
fyrirtæki og einstaklinga og þá
gjarnan í samstarfi við arkitekta,
hönnuði og verktaka. Einnig er
boðið upp á uppsetningarþjónustu
og mælingu.
Mikið úrval er af efni, litum og
áferðum sem er hægt að skoða í
sýningarsalnum að Gylfaflöt.
„Fólk kaupir oft innréttingar
annars staðar en kaupir síðan
borðplöturnar hjá okkur. Einnig
kemur oft fólk til okkar sem er að
endurnýja borðplötur hjá sér, enda
er algengt að skipta um borðplötur
þegar flikkað er upp á eldhús. Við
erum einnig farin að sérsmíða
hurða- og skúffuprófíla eftir máli,
þar sem fólk getur skipt út,“ segir
Sigurður.
Einn helsti kosturinn við þau
efni sem Fanntófell vinnur með við
sína framleiðslu er hvað þau eru
slitsterk og endingargóð. Harðplast
er mikið notað í eldhúsborðplötur
og almennt í eldhúsinnréttingar.
„Akrýlsteinninn er reyndar líka
vinsæll en hann hefur endalausa
möguleika í hönnun. Samskeyti eru
lítt sýnileg og hægt að undirlíma
vaska úr sama efni í plöturnar.
Fenix er líka áhugaverður kostur
þar sem áferð á plötunum er silki-
mjúk og efnið hrindir betur frá sér
óhreinindum en önnur sambærileg
efni,“ segir Sigurður.
Hann segir mikla þróun vera á
þessu sviði og reglulega komi fram
spennandi nýjungar: „Nýjungar
hjá okkur eru veggklæðningar frá
Rehau og hurðaprófílar sem við
smíðum eftir máli. Við stækkun á
húsnæði er líka tilvalið að bæta við
sig vöruflokkum.“
Fanntófell flytur inn glugga,
álglugga, tréglugga og áltré-
glugga. Þessa sömu glugga gefur
að líta í öllu húsnæði fyrirtækis-
ins að Gylfaflötinni. Og nýjung á
byggingarmarkaði er 2 Stone gas
silica hleðslusteinar fyrir útveggi,
milliveggi o.fl. Helstu kostir þeirra
eru að þeir eru myglufríir, hljóð-
og hitaeinangrun er mjög góð og
þetta er auðvelt í uppsetningu. Sjá
nánar http://www.2stone.is/ n
Fanntófell flutt í nýtt
og glæsilegt húsnæði