Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Síða 40
Iðnaður er unaður 11. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ Vermir sf. er gamalgróið pípulagn-ingarfyrirtæki á Húsavík. „Við erum mest í að sjá um pípulagnir hér í bænum og á svæðinu hér í kring og fólk leitar til okkar því það veit að við erum traustir og skilum verkinu af okkur vel og vandlega unnu,“ segir Hallgrímur J. Sigurðsson, eigandi Vermis sf. Fyrirtækið sinnir öllu sem viðkemur pípulögnum á heimilum, stofnunum og fyrirtækjum. „Við erum í efnissölu, vinn- um við nýlagnir, viðgerðir og breytingar, allt eftir því sem hentar. Einnig sjáum við um sölu á hreinlætistækjum, blöndunar- tækjum og fleiru fyrir Tengi ehf.“ Mikil reynsla og þekking Starfsmenn Vermis sf. eru fimm talsins ásamt Hallgrími. „Hjá okkur starfa full- lærðir pípulagningameistarar, verka- menn og nemar, flestir með gríðarlega reynslu á bakinu.“ Fyrirtækið stofnaði Hallgrímur með föður sínum árið 1976 sem hafði þá starfað við pípulagnir í fjölda ára, og segir hann margt hafa breyst í pípulagningabransanum síðan þá. „Sjálfur hef ég verið í þessu í fjölda ára og séð margar breytingar. Menn eru að nota miklu léttari og betri efni í dag, eins og plast og þess háttar í staðinn fyrir þungan málm sem á það til að ryðga. Það er líka meira hreinlæti í nýju efnunum, engar olíur og þvíumlíkt.“ Nánari upplýsingar má nálgast á www.vermir.is og Facebook-síðunni: Vermir sf. Stórhóll 9, 640 Húsavík Sími: 898-5513 n VERMIR SF: Traustir reynsluboltar í pípulögnum og fleiru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.