Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Qupperneq 41
4111. janúar 2018 S igurður G. Tómasson, fyrr­ verandi dagskrárstjóri Rás­ ar 2, hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem fjöl­ miðlamaður. Í opinskáu viðtali við DV lýsir hann því hvernig hann var hrakinn úr starfi dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma og skilinn eft­ ir atvinnulaus. Sigurður rekur það til bolabragða Sjálfstæðis flokksins í útvarpsráði sem hafi ekki unnt sér hvíldar fyrr en hann hafði ver­ ið hrakinn frá stofnuninni og hafi stundað grímulausar pólitískar ráðningar. Í kjölfar atburðanna á Rás 2 veiktist Sigurður alvar­ lega, fékk insúlínháða sykursýki og varð blindur í kjölfarið. Hann telur veikindi sín eiga sér orsök þeim órétti sem hann var beittur en ónæmiskerfi hans gaf sig und­ ir álaginu. Sigurður hóf feril sinn sem út­ varpsmaður á Bylgjunni og stjórn­ aði fyrstu útsendingunni þar sem fór í loftið árið 1986, um leið og útvarpsrekstur var gefinn frjáls hér á landi: „Fyrsti viðmælandinn var Davíð Oddsson, þáverandi borgar stjóri,“ segir Sigurður og hlær, enda telur hann það vera broslega staðreynd í ljósi þeirra afskipta sem flokkurinn hafði af honum síðar. Frá Bylgjunni lá leiðin á Rás 2 þar sem Sigurður varð einn þekkt­ asti og virtasti útvarpsmaður landsins. Árið 1992 var hann síð­ an ráðinn dagskrárstjóri Rásar 2. Þetta var á miklum blómatíma í útvarpsrekstri, internetið var ekki komið til sögunnar og flestir hlust­ uðu á þætti á borð við Dægur­ málaútvarpið og Þjóðarsálina á Rás 2. „Útvarpið er kannski minni partur af daglegu lífi landsmanna núna, en eftir að netmiðlarnir komu til sögunar hafa þeir mikið til komið í staðinn fyrir útvarpið,“ segir Sigurður. Reykir kjöt og unir sér með dýrum í Mosfellsdalnum DV tók hús á Sigurði í Mosfells­ dalnum, nánar tiltekið að Sveins­ eyri sem liggur við fallegt og skógi vaxið svæði ekki langt frá Varmá. Þar býr Sigurður í húsi með eigin­ konu sinni, Steinunni Bergsteins­ dóttur, textílhönnuði. Hjónin eru með hænsni, þrír kettir búa á heimilinu og einn smáhundur, hin 12 ára gamla Dimmalimm, sem hvílir í fangi Sigurðar allan tímann sem viðtalið fer fram. „Þessi á mig,“ segir Sigurður um hundinn, sem er ákaflega hændur að hús­ bóndanum. Tveir kattanna spóka sig líka í stofunni og eru hinir vina­ legustu við gestina; blaðamann­ inn og ljósmyndarann. Fyrir utan gefur að líta reykkofa en Sigurður hefur lengi fengist FÓKUS - VIÐTAL Frost í kortunum? Ekki láta kuldann koma þér í vandræði Komdu við og láttu mæla rafgeyminn þinn! TUDOR Alltaf öruggt start eftir kaldar nætur MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA Bíldshöfða 12 / S. 577 1515 / skorri.is Við mælum rafgeyma og skiptum um Hr að þjónusta Sigurður G. segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bolað sér úr starfi n Alblindaðist í nokkra mánuði n Rekinn af Útvarpi Sögu með SMS og vann launamál n Fékk lömunarveiki í æsku Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is MYNDIR: SVANUR/DV Beittur Sigurður er óvæginn en einlægur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.