Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Page 42
42 FÓKUS - VIÐTAL 11. janúar 2018 við að reykja kjöt. Er það nokkur búbót fyrir hann að reykja kjöt fyrir fólk. „Við höfum búið hér í 11 ár en ég fór reyndar að reykja kjöt löngu áður en við fluttum hingað. Ég kaupi oft kjöt úr búðum til að reykja og fæ stundum kjöt frá vini mínum, Jóhannesi á Heiðabæ. Ég er ættaður úr Þingvallasveit og við köllum þetta Þingvallareykingu. Ég kynntist þessu fyrst í Þing­ vallasveitinni, á Kárastöðum. Þar var nafni minn, Sigurðsson, sem kom þangað sem vinnumaður árið 1906 og fór aldrei aftur, en dó þar á níræðisaldri. Hann var mik­ ill snillingur þessi karl, af frægu hleðslumannakyni úr Ölfusi, nán­ ar tiltekið frá Tannastöðum. Siggi gamli var hleðslumaður og hlóð frægar traðir á Kárastöðum. Siggi gamli reykti líka kjöt og það gerði líka Mansi frændi minn á Kára­ stöðum, sem og silung úr Þing­ vallavatni. Síðasta hleðsluverk Sigga var reykhúsið við Kárastaði en það stendur enn.“ Sigurður hefur stundað kjöt­ reykingu í um 30 ár en reykhúsið fyrir utan heimili hans var hannað eftir hans hugmynd. „Í staðinn fyrir torf nota ég trjástubba úr skóginum hérna í kring. Vinir mínir í Skógræktarfélagi Reykja­ víkur hjálpuðu mér mikið,“ segir Sigurður en hann er í stjórn félags­ ins og var áður formaður þess. Þegar ekki tókst að bola honum úr starfi var staðan lögð niður Við víkjum aftur talinu að um­ brotatímunum á Rás 2 þegar Sig­ urður var flæmdur úr starfi. „Allan tímann var flokkurinn að atast í mér með pólitískum afskiptum og ýmsum þvingunaraðgerðum. Á þessum tíma var það þannig að útvarpsráð réð fréttamenn en við réðum dag­ skrárgerðarfólk. En Sjálfstæðis­ menn vildu fá þetta líka í útvarps­ ráð, vildu fá að greiða atkvæði um hverjir væru ráðnir í dægurmála­ útvarpið. Á bak við þetta stóð Björn Bjarnason sem varð menntamála­ ráðherra árið 1995. Við höfðum ráðið fólk eftir mjög faglegu mati þar sem pólitík kom aldrei til álita. Það þekkja allir sem unnu með mér á Rás 2 og vita hvernig þetta var. Við létum umsækjendur til dæmis taka viðtöl eða skrifa hand­ rit og við héldum til haga þessum gögnum. En útvarpsráð leit aldrei nokkurn tíma á neitt af þessu og réð algjörlega eftir pólitískum lín­ um,“ segir Sigurður. Hann skýrir síðan frá því að þegar nálgaðist fimm ára ráðn­ ingartíma hans sem dagskrár­ stjóra hafi Sjálfstæðismenn róið að því öllum árum að bola hon­ um úr starfi. „Ráðningartími út­ varpsstjóra var skilgreindur fimm ár og því þurfti að endurráða hann eftir þann tíma ef hann hygðist sitja áfram. Útvarpsráð tók hins vegar upp á því skyndilega að aug­ lýsa starf mitt laust áður en ráðn­ ingartíminn var útrunninn. Ég fékk spurnir af því að Gunnlaugur Sævar, Sjálfstæðismaður sem þá var formaður útvarpsráðs, hafi verið í laxveiði í Borgarfirði skömmu eftir að staðan var aug­ lýst. Sagði mér maður sem þar var viðstaddur að Gunnlaugur hafi lítinn tíma haft fyrir laxveiði því hann var alltaf í símanum að plotta hverjir ættu að sækja um stöðuna og hvern ætti að ráða. Svona var nú þetta.“ Það fór nú samt svo að Markús Örn Antonsson, þáverandi út­ varpsstjóri, endurréð mig þó að ég væri með minnihluta í útvarps­ ráði. En þá var gripið til þess ráðs að leggja niður stöðu dagskrár­ stjóra og ráða þess í stað ritstjóra dægurmálaútvarps. Í þessa stöðu var ráðin Sjálfstæðiskonan Þor­ gerður Katrín Gunnarsdóttir. Þetta var fullkomlega pólitísk ráðning og ekkert annað. Mér var ekki boð­ ið neitt starf í staðinn, ekki sem dagskrárgerðarmaður, ekki einu sinni starf sendils.“ Fékk sykursýki og varð blindur Þegar þarna var komið sögu veikt­ ist Sigurður alvarlega. „Ónæmis­ kerfið bilaði upp úr þessu og ég fékk sykursýki 1. Ég hef haldið því fram að það hafi verið vegna álags­ ins sem þessi aðför hafði í för með sér, en það er auðvitað ekki hægt að sanna það. Ég hélt fyrst bara að ég væri að verða þunglyndur af álaginu, en ég varð alveg þreklaus. En svo reyndist þetta vera insúlín­ háð sykursýki sem fólk fær yfirleitt ekki á fullorðinsaldri. Ég var veikur og gat ekki varið mig fyrir þessari aðför sem ég varð fyrir. Ég áttaði mig kannski ekki á því á sínum tíma, en mér varð það ljóst síðar.“ Þegar Sigurður hafði náð sér nokkuð starfaði hann um hríð sem lausamaður en svo versnaði heilsan aftur. „Sjónin fór að bila örfáum árum seinna. Þetta er augnbotnshrörnun en hún magn­ ast upp vegna sykursýkinnar sem margfaldar hraðann á hrörnun­ inni.“ Um nokkurra mánaða skeið var Sigurður alveg blindur en seinni árin hefur hann oftast verið nálægt fullri blindu. Sjón hans hefur batnað eftir augnsteins­ aðgerð í haust en ennþá telst hann lögblindur: „Ég sé niður fyrir fætur mér í góðri birtu, það er allt og sumt.“ Sjálfstæðisflokkurinn breyttist í alræðisflokk – VG svikarar Sigurður segist aldrei hafa verið með pólitískan áróður í störfum sínum á Rás 2. „Það héldu reynd­ ar margir að ég væri hinum megin í pólitíkinni vegna tilhneigingar minnar til að rétta hlut þeirra sem hallað var á í umræðunni hverju sinni. En staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn bolaði mér úr starfi, það er nú ekki flóknara en það. Það eru margir Sjálfstæðis­ menn í minni fjölskyldu og ég á marga vini sem eru góðir Sjálf­ stæðismenn. Þegar ég var um tíma borgarfulltrúi Alþýðubandalags­ ins kynntist ég mjög góðum Sjálf­ stæðismönnum í borgarstjórn. Það sem fór með þennan flokk, sem áður var víðsýnn og opinn, voru alræðisöfl er tóku völdin í kringum 1990. Afleiðingarnar eru þær, að í dag er þetta um fjórð­ ungsflokkur í þingi en var áður í um 40% fylgi og gat valið sér sam­ starfsflokka í ríkisstjórn. Og Sjálf­ stæðisflokkurinn á aldrei aftur eftir að ná meirihluta í borginni.“ Sigurður telur að hörð stefna flokkadrátta, stjórnsemi og undir­ róðurs hafi grafið undan flokknum og valdið því að hann hafi misst mikið fylgi. „Ég sagði skilið við VG út af þessari stjórnarþátttöku og fram­ göngu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður en hann var áður félagi í flokknum. „Ég miða það fyrst og fremst út frá mínum forsendum sem öryrki og núna löggilts gamal­ mennis, en ég er 68 ára. Með þessu stjórnarsamstarfi og þeim fjár­ hagsáætlunum sem boðaðar hafa verið til fimm ára er ljóst að Vinstri græn ætla ekki að rétta hlut ör­ yrkja og aldraðra. Við höfum verið mjög sárt leikin allt frá 2009 þegar samstjórn VG og Samfylkingar­ innar rýrði kjör okkar. Þá hugsaði maður með sér að það væri skilj­ anlegt, því hér var allt að fara til fjandans og landið að fara fram af hengifluginu, þannig að kannski var skerðing þá eðlileg. En á þeim árum sem síðan eru liðin hafa all­ ir hópar fengið leiðréttingu nema öryrkjar og ellilífeyrisþegar. Það er síðan sérkennilegt að hér á landi geta stjórnmálamenn haldið fram alls konar bulli og ósannindum án þess að fjölmiðlar gangi á þá og láti þá éta ofan í sig vitleysuna. Til dæmis þegar Bjarni Benediktsson heldur því fram að öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafi fengið meiri leiðréttingu en allir aðrir. Eða þegar Katrín Jakobs­ dóttir segir að 9 milljarðar hafi á tíma þessarar ríkisstjórnar runnið til öryrkja. Þetta eru bara ósann­ indi og þetta hefur verið hrakið. Katrín hélt áður margar þingræð­ ur þar sem hún lýsti því hvernig kjör öryrkja hefðu verið skert með skerðingarákvæðum. Svo þegar hún er komin í ríkisstjórn, þar sem hún er meira að segja forsætisráð­ herra, þá gerir hún ekkert í þessu. Þetta finnst mér ófyrirgefanlegt og gera að verkum að ég vil ekkert af þessum flokki vita meira.“ Sigurður segist helst halla sér að Pírötum um þessar mund­ ir og var í framboði fyrir flokk­ inn í Mosfellsbæ en sá listi náði raunar ekki árangri í kosningun­ um. Sigurður ber Samfylkingunni ekki jafn illa söguna og VG en er þó ekki ýkja hrifinn af flokknum: „Á þingi skortir Samfylkinguna fólk sem hefur vit á hagfræði og peningamálum. Mér finnst for­ ystan frekar lin. Logi Einarsson er ekki slæmur en hann er held­ ur ekki skínandi glæsilegur leið­ togi. Oddný Harðardóttir var síðan jafnvel daufari.“ Margir öryrkjar hljóta að svelta Sigurður segir öryrkja og ellilífeyris þega vera skattpínda umfram aðra hópa: „Það fólk hvers hag Bjarni Benediktsson fjármála­ ráðherra ber fyrir brjósti, hans stóri frændgarður, það er í hópi Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! „Ljóst að Vinstri græn ætla ekki að rétta hlut öryrkja og aldraðra Tíkin Dimmalimm Hvíldi í kjöltu húsbónda síns allt viðtalið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.