Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Side 44
44 FERÐALÖG 11. janúar 2018 Þ að má leiða að því líkur að Katrín Sif Einarsdóttir sé víðförlasti Íslending­ ur allra tíma. Þrátt fyrir að vera aðeins á þrítugasta og fyrsta aldursári hefur Katrín Sif ferðast til 217 landa á jarðar­ kringlunni. Rétt er að geta þess að viðurkennd ríki Sameinuðu þjóðanna eru 195 talsins en með því, til dæmis, að telja Grænland og Færeyjar sem sér lönd í stað Danmerkur er með góðu móti hægt að telja upp í um 230 lönd. Katrín Sif byrjaði ung að árum að ferðast. Faðir hennar er ís­ lenskur en móðir hennar er ætt­ uð frá Suður­ Ameríkuríkinu Gvæjana. Eftir viðskilnað for­ eldra hennar ólst hún upp í Vancouver í Kanada en heim­ sótti Ísland reglulega. Fyrir rúmi ári fjallaði DV um þau tímamót Katrínar Sifjar að ná að ferðast til 200 landa fyrir þrítugt. Það tókst henni þegar hún dvaldi á Mal­ dives­eyjum yfir afmælið sitt en áttaði sig þá á því að hún hafði talið vitlaust og var í raun að ferðast til lands númer 201! Blaðamaður nýtti tækifærið þegar Katrín Sif var á landinu á dögunum til þess að setjast nið­ ur með henni og ræða ferðalög­ in og lífsstílinn sem hún efast um að hún geti nokkurn tímann gefið upp á bátinn. Hún stendur á vissum tímamótum því faðir hennar, Einar Óskarsson, lést í sumar. „Það var auðvitað mikið áfall og það er búið að taka tals­ verðan tíma að ganga frá öllum lausum endum.“ Er ekki í keppni í að safna löndum Það er mjög óvanalegt að Katrín Sif sé stödd á Íslandi yfir vetrar­ mánuðina enda segist hún ekki vera mikil aðdáandi íslenska vetr­ arins og þá er það sérstaklega myrkrið sem leggst yfir allt drjúgan hluta sólarhringsins. „Ég upplifi Íslendinga oft eins og hálfgerð bjarndýr, sem leggjast í dvala á veturna en hressast svo og leika á als oddi á sumrin,“ seg­ ir hún. Þrátt fyrir að elska Ísland þá er hún hrifnari af því að elta sólina. „Ísland á stærstan sess í hjarta mínu. Því meira sem ég ferðast um heiminn því meira elska ég landið. Þrátt fyrir að ég hafi tengingar víða þá er Ísland alltaf staðurinn sem ég kalla SULTU TVENNA Chilli sulta og rauðlauk sulta Er líklega víðförlasti Íslendingurinn Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is n Hefur ferðast til 217 landa n Árstekjurnar hafa aldrei farið yfir eina milljón Katrín Sif kunni vel við sig í jóganámi í Goa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.