Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Síða 52
52 11. janúar 2018 Þ egar bandaríska dagblaðið Humboldt Times birti les- andabréf 21. september 1958 skrifaði blaðamaður- inn Andrew Genzoli athugasemd- ir við bréfið í dálki við hlið þess. Í lesandabréfinu sagði lesandinn frá skógarhöggsmönnum í norður- hluta Kaliforníu sem hefðu fund- ið risastór og dularfull fótspor. Í athugasemd sinni skrifaði Genzoli meðal annars: „Kannski er þarna á ferð ættingi Snjómannsins ægi- lega úr Himalæjafjöllum.“ Þúsund dollarar í verðlaun Eflaust datt Genzoli ekki í hug að þessi skrif hans myndu vekja mikla athygli enda sagði hann síð- ar að hann hefði einfaldlega talið þessi dularfullu fótspor vera „góða sunnudagsfrétt“. En lesendur heill- uðust af þessu og Genzoli og sam- starfskona hans, Betty Allen, birtu framhaldsfréttir um málið þar sem þau skýrðu frá nafninu sem skógarhöggsmennirnir höfðu gefið „verunni“ sem skildi fótsporin eftir sig. Hana höfðu þeir nefnt Bigfoot, Stóra fót. Þar með var goðsögnin orðin til. Joshua Blu Buhs, höfundur bók- arinnar Bigfoot: The Life and Times of a Legend segir að um allan heim séu til goðsagnir og mýtur um verur í mannslíki, líkt og Bigfoot. Í vestur- hluta Kanada er til dæmis til sagan um Sasquatch meðal Sasq‘ets- indíána. Á hinn bóginn njóti Big- foot ákveðinnar sérstöðu því hægt sé að rekja uppruna hans beint til fréttar Humboldt Times 1958. Til séu stakar frásagnir um villta menn hér og þar í eldri blöðum en al- mennt séð hafi ekki skapast um- ræða um Bigfoot fyrr en í lok sjötta áratugarins. Skógarhöggsmennirnir kenndu Bigfoot um ýmis skemmdarverk en Betty Allen taldi þá ekki trúa á þessa dularfullu veru í raun og veru. Hún taldi þá aðeins vera að segja sögur með „goðsagnar- yfirbragði“. En þrátt fyrir þetta tóku fjölmiðlar um öll Bandaríkin söguna upp og í sjónvarpsþættin- um Truth or Consequences var heitið 1.000 dölum í verðlaun ef einhverjum tækist að sanna tilvist Bigfoot. Spor Stórfótar Gerald Crews var einn þeirra sem „fann“ fótspor eftir Bigfoot á upphafsárum tilvistar hans eða kannski öllu heldur á upphafs- árum sagna af þessari dularfullu veru. Hann var að vinna við vega- gerð þegar hann fann fótsporin. Hann tók plastafsteypu af þeim því hann taldi að enginn myndi trúa honum. Saga hans kveikti mikinn áhuga fólks og vakti að vonum vantrú hjá öðrum. Frétta- menn sýndu þessu að sjálfsögðu áhuga og fóru á stúfana. Millie Robbins, sem var blaða- maður hjá Chronicle í San Frans- isco, fór á stúfana til að kanna mál- ið. Hún átti sumarhús ekki fjarri þeim stað þar sem Crews fann fótsporin og þekkti hún því svæð- ið vel. Hún ræddi við vegavinnu- menn á svæðinu en þeir vildu ekkert segja um málið. En það breyttist þegar hún hitti Ray Kerr. Hann sagðist hafa séð fótsporin og dýrið sjálft. „Ég var að aka til vinnubúð- anna þegar eitthvað stórt hljóp yfir veginn fyrir framan mig … Það var loðið og gekk upprétt. Eins og stór api, er besta lýsingin.“ Táknmynd óbyggðanna Árið 1967 heyrði Roger Patterson um fleiri fótspor eftir Bigfoot og fór til Humboldt til að kanna mál- ið. Hann fór til Bluff Creek og kom þaðan með 30 sekúndna upptöku sem sýnir hávaxna og loðna veru á ferð í skóginum. Þessi uppptaka er frægasta „sönnunargagnið“ um tilvist Bigfoot. Sagan af Bigfoot átti miklum vinsældum að fagna í svokölluðum karlablöðum á næstu árum og ódýrum kiljum. Í þessum blöðum og bókum var Bigfoot ávallt karl- kyns og stórhættuleg vera sem læddist um í óbyggðum. Þegar kom fram á áttunda áratuginn var farið að fjalla um Bigfoot í sjón- varpsþáttum, heimildaþáttum, þar sem tilvist hans var rannsök- uð. Kvikmyndagerðarmenn gerðu Bigfoot líka skil og var honum oft lýst sem kynferðislegu rándýri. Á níunda áratugnum komu mýkri hliðar Bigfoot fram á sjónarsviðið. Hann fór að tengjast umhverfis- vernd og var táknmynd óbyggð- anna sem þarf að varðveita. Gott dæmi um þetta er kvikmyndin Harry and the Hendersons en þar var Bigfoot vingjarnleg en misskil- in vera sem þarfnaðist verndar fjölskylduföðurins, Johns Lithgow, og fjölskyldu hans. En af hverju hefur Bigfoot lifað svo góðu lífi í rúmlega 60 ár? Ef- laust eru margar ástæður fyrir því en kannski má segja að hann hafi orðið fjölmiðlastjarna á sínum tíma. Það sama á við um hann og varúlfa, það þarf eiginlega ekki að útskýra af hverju einhver breytist í varúlf þegar tungl er fullt og ekki þarf að útskýra af hverju hávax- in og loðin vera ráfar um skóga og óbyggðir. Þetta er bara eitt- hvað sem er einfalt að tengja við og vísa í. n TÍMAVÉLIN - ERLENT Bigfoot Hvaðan kom hann og hvernig varð hann til? „Það var loðið og gekk upprétt. Eins og stór api. Stórfótur Í skóg- um Norður Ameríku. Bigfoot Hjartnæm Hollywood mynd. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.