Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Qupperneq 56
56 11. janúar 2018
E
kki er óalgengt að fólk sé
óánægt með frammistöðu
lögfræðinga sinna enda
nánast sjálfgefið að einhver
sitji uppi með svartapétur þegar
málalyktir liggja fyrir.
Sú var raunin hjá kaupsýslu-
manninum Gian Luigi Ferri, þá 55
ára, sem ákvað að gera lýðum ljós
vonbrigði hans með þá þjónustu
sem hann fékk hjá lögmannastof-
unni Pettit & Martin við Cali-
fornia-stræti 101 í San Francisco.
Óánægður skjólstæðingur
Það var þann 1. júlí, 1993, sem
Ferri fékk sig loks fullsaddan
af viðskiptum sínum við lög-
mannastofuna. Þá hafði Ferri ver-
ið skjólstæðingur Pettit & Martin
í að minnsta kosti tíu ár og hafði
að sögn alið á gríðarlegri óbeit í
garð stofunnar í mörg ár. Óbeitin
var meðal annars tilkomin vegna
ráðgjafar sem hafði nokkrum
árum áður orðið Ferri dýrkeypt
og höggvið verulegt skarð í fjárhag
hans.
Vel undirbúinn
Rétt fyrir klukkan þrjú síðdegis
þennan dag fór hann inn í lyftu á
jarðhæð byggingarinnar við Cali-
fornia-stræti 101, þar sem Pettit
& Martin var til húsa, til að undir-
strika óánægju sína með þeim
hætti að tekið yrði eftir.
Ferri fór úr lyftunni á 34. hæð.
Hann var greinilega vel undirbú-
inn því hann hafði heyrnarskjól á
höfðinu og var vopnaður tveim-
ur TEC-9 skammbyssum og .45
kalíbera skammbyssu að auki.
Fyrstu fórnarlömbin
Hann ráfaði um stund á þeirri
hæð og fann sín fyrstu fórnarlömb
í fundarherbergi sem Pettit &
Martin leigði stundum út. Fjögur
voru í fundarherberginu; Jack
Berman og Jody Jones Sposato,
en Sposato var þar stödd til að fá
skráða málshöfðun sína, vegna
kynbundinnar mismununar, á
hendur fyrrverandi vinnuveitana
sínum. Þarna voru einnig Deanna
Eaves hraðritari og lögfræðingur-
inn Sharon O’Roke sem tók niður
vitnisburð Sposato. Ekkert þeirra
tengdist lögmannastofu Pettit &
Martin.
Tvö skotin til bana
Ferri skaut í gegnum glervegg
fundarherbergisins með þeim af-
leiðingum að Berman og Sposato
létust samstundis. Eaves leitaði
skjóls undir borðinu og fékk skot í
handlegginn, en O’Roke reyndi að
forða sér á hlaupum og var skotin
fimm sinnum. Báðar sluppu með
líftóruna.
Að þessu loknu fór hann á
næstu hæð fyrir neðan og notaði
til þess stigana í stað lyftunnar.
Þar á ganginum gekk hann í flasið
á hjónunum John C. og Michelle
Scully.
Fórnaði sér fyrir eiginkonu sína
John, sem vann hjá Pettit & Martin,
hafði heyrt skothríðina og hlaupið
niður á 33. hæð þar sem hann vissi
að eiginkona hans, sem vann hjá
annarri lögmannastofu, var.
Þau hugðust komast undan
með því að nota lyftuna en Ferri
stöðvaði för þeirra. Síðar sagði
Michelle að þegar Ferri miðaði
skammbyssunni á þau hafi eig-
inmaður hennar stigið fram fyrir
hana og í veg fyrir kúluna. John
lést af sárum sínum, en Michelle
fékk skot í handlegginn og lifði af.
11 manns féllu fyrir hendi franska flækingsins Josephs Vacher á þriggja ára tímabili sem hófst árið 1894.
Vacher myrti fórnarlömb sín, eina konu,
fimm unglingsstúlkur og fimm unglingspilta,
og afskræmdi og limlesti lík þeirra. Einhver
fórnar lambanna voru fjárhirðar sem gættu
fjár á afskekktum stöðum. Þau voru stungin
ítrekað, rist á kvið og nauðgað á alla vegu.
Árið 1897 réðst Vacher á konu á akri í Ardeche í
suðaustur hluta Frakklands. Konan varðist og
tókst með öskrum að vekja athygli eiginmanns
síns og sonar, sem komu henni til bjargar og
færðu Vacher í bönd. Hann játaði glæpi sína og
endaði ævina í fallöxi 31. desember 1898.
SAKAMÁL
Betri
Svefn
SKOTÁRÁSIN Á CALIFORNIA-STRÆTI 101
n Fjárhirslur Ferris höfðu látið á sjá n Hann skellti skuldinni á lögfræðinga sína n Það skyldi reynast þeim dýrkeypt n Hann ákvað að láta vopnin tala
„Hann var greinilega vel
undirbúinn því hann
hafði heyrnarskjól á höfðinu
og var vopnaður tveimur TEC-9
skammbyssum og .45 kalíbera
skammbyssu að auki.
California-stræti 101 Ferri hófst handa
á 34. hæð byggingarinnar.
Umfjöllun Málinu voru
gerð góð skil í fjölmiðlum á
sínum tíma.