Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 9
Vo fa H i t l e r s TMM 2013 · 3 9 virðuleg stemning ríki áfram í Listamannaskálanum. Þegar klukkan er langt gengin í níu býður skáldið Halldór Laxness gesti þar velkomna, því næst lesa Magnús Ásgeirsson og Lárus Pálsson úr verkum danskra og norskra skálda og Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson leika sónötu eftir Edvard Grieg. Að því loknu hefst fyrsta listaverkauppboðið í sögu landsins. Um er að ræða fjáröflun á vegum Bandalags íslenskra listamanna til stuðnings við þá Norð- menn og Dani sem eiga um sárt að binda eftir áralangt hernám nasista. Ætlunin er að bjóða upp um þrjátíu verk eftir tuttugu og fimm listamenn. Uppboðshaldarinn beinir athygli viðstaddra að hverju listaverkinu á fætur öðru. „Fyrsta, annað, þriðja, slegið,“ gólar hann í lok hverrar lotu og slær eins og hnefaleikadómari í bjöllu á ræðupúltinu. Síðast er boðið upp eintak af Friheden, minningarljóðum norska skáldsins Nordahls Grieg, árituðum af ekkju hans. Bókin fer á 800 krónur sem þykir dágott því flest málverkin hafa selst undir matsverði. Ásgrímur Jónsson á metið, mynd eftir hann er slegin á 2000 krónur. Altaristafla sem frú Gréta Björnsson hefur gefið til uppboðsins er óseld í lok kvöldsins en Laxness vekur athygli á að hún verði til sýnis næstu daga í skemmuglugga í miðbænunum.8 9545 Á efsta bekk í Tjarnarbíói sitja ungskáldin Elías Mar, Jón Óskar og Hannes Sigfússon og ræða svipleg örlög Guðmundar Kambans og tengsl þeirra við dauða Jónasar Hallgrímssonar fyrir réttri öld síðan. Það hefur kitlað hégómagirnd Elíasar að geta fyrstur manna sagt ýmsum kunningjum sínum frá láti Kambans. Og ekki þykir honum verra að geta upplýst í framhjáhlaupi að Laxness eigi í lok mánaðarins að verða forseti listamanna- þingsins sem verði einmitt helgað minningu listaskáldsins góða. Þeir Hannes vilja vita hvaðan Elías hafi heimildir sínar. „Ólyginn sagði mér,“ hvíslar hann íbygginn rétt í þann mund sem salurinn myrkvast.9 Á tjaldinu birtast titlar einnar af þremur bandarískum stríðsmyndum sem Elías sér í þessari viku. Í fyrradag horfði hann á Uppreist um borð með Humphrey Bogart í hlutverki fransks blaðamanns sem leggur líf og limi í sölurnar í baráttunni gegn grimmdaræði Þjóðverja. Næsta sunnudag sér hann Tvífara Hitlers sem fjallar um áform Gestapó um að ráða þýska kanslarann af dögum og láta skuggamynd hans taka völdin. En í kvöld rennur Einræðisherrann fyrir sjónum skáldsins. Þetta er pólitísk paródía frá 1940 þar sem Charlie Chaplin bregður sér ýmist í hlutverk Adenoids
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.