Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 19
Í g r e i p u m m a n n æ t u n n a r
TMM 2013 · 3 19
samfélaginu er valdið falið í neyslunni, einsog kom fram hér að framan og
því er einnig hægt að sjá neyslu barnanna sem tilraun til að öðlast stöðu
valdhafans, að minnsta kosti í eigin lífi. Það má einnig sjá neysluna sem við-
brögð við öllu róti á tilfinningum, þrá, forvitni, gleði, kvíða og ótta, einsog
plön fjölskyldunnar um að borða morgunmat yfir aftöku föðurins í sjón-
varpinu (bls. 99) bera með sér. Átið er leið til þess að hafa stjórn á líkamanum
og aðstæðum sínum.
Í raun rennur mannátsþrá föðurins og þrá barnanna eftir öfgafullu áti að
einhverju leyti saman í bókinni. Tvisvar gerist það í bókinni að matar þrá
barnanna dregur þann dilk á eftir sér að pabbi étur einhvern. Í fyrra skiptið
biðja systkinin um að fá að fara fyrr
heim í hamborgara og franskar;
kennarinn reiðist, Sidda „[stendur]
uppi í hárinu á [honum]“ (bls. 21)
og kennarinn heimtar að lokum
fund með föður systkinanna.
Sá fundur verður svo til þess að
kennarinn er étinn. Síðara skiptið
er þegar sögumaður rifjar upp
þegar pabbi gleypti Ívar íþrótta-
kennara. Það var eftir að börnin
í bekknum tóku undir með söng
Bjössa börger um „hamborgara og
franskar“ (bls. 52). Ívar brást illa
við kröfu barnanna um óhollan
mat. Á ganginum mætti hann
svo pabba systkinanna og „jós úr
skálum reiði sinnar“ áður en pabb-
inn át hann (bls. 52). Í báðum
tilfellum er þrá barnanna svarað
með neikvæðum viðbrögðum full-
orðinna sem í beinu framhaldi
eru étnir af föðurnum. Séu atriðin
skoðuð í því ljósi má sjá mannát föðurins sem uppfyllingu leyndra óska
barnanna. Um leið kemur greinilega fram í bókinni að faðirinn, sem stendur
fyrir óleyfilegar þrár barnanna, má ekki fá að leika lausum hala. Samruni
ástands og neyslu föðurins og barnanna kemur einnig fram á mynd af pabba
þar sem hann liggur á sófanum á meðan börnin eru í hinum ofbeldisfulla
tölvuleik og hafa verið að borða ruslfæði allan daginn (bls. 31). Það er rann-
sóknarlögreglumaðurinn Viddi nikótín sem truflar systkinin í „alsælunni“
(bls. 31). Það eru hinsvegar ekki bara börnin sem eru í alsæluástandi heldur
einnig pabbi þeirra sem liggur mettur og fullnægður á sófanum eftir að hafa
étið kennarann kvöldið áður.