Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 23
Í g r e i p u m m a n n æ t u n n a r TMM 2013 · 3 23 þar sem mannátið táknar sifjaspell. Lystarstolið virkar sem tilraun stúlkna til að halda sér úr sjónmáli karlmanna, þar sem þær hljóta að lenda sem full- gildar kynverur (Ragna Garðarsdóttir 1998:115). Berta reynir að „aflíkama“ sig í mótþróa gagnvart hinum yfirvofandi glæp og sifjaspellaógninni sem yfir henni vakir. Bertu og klíkunni hennar er stillt upp sem andstæðu við Bjössa börger og systkinin. Bæði offitan og lystarstolið, þessar öfgar í matarnautn, geta tengst kynferðisglæpum sem börn hafa þurft að þola einsog fram kom hér að framan. Í þessum tveimur hópum koma fram birtingarmyndir ólíkra við- bragða við sama vandamálinu eða sömu ógn og þar sem Berta og Bjössi eru ofurseld öfgunum í viðbrögðum sínum. Aðrir glæpir Enda þótt mannátið í Leyndarmálinu hafi skýrar skírskotanir til sifjaspella og kynferðisglæpa er ekki hægt að segja að táknræn merking þess sé ein- skorðuð við þá glæpi. Mannátið er nefnilega táknrænt fyrir ýmsa aðra fjöl- skylduglæpi og er nógu opið til að börn sem glíma við ýmis vandamál geta fært mannátið yfir á sitt vandamál, og þá sérstaklega „foreldravandamál“. Ýmis önnur vandamál og leyndarmál skjóta upp kollinum í bókinni. Alkóhólismi og glæpir í fjölskyldu eru vandamál sem koma fyrir á fyrstu blaðsíðu textans. Síðar í textanum koma fram fulltrúar ofbeldis og fíkniefna. Kennari krakkanna er ekki bara skapstór og reiður í skólastofunni heldur tekur hann reiðina út í formi heimilisofbeldis, á konu sinni. Eiturlyfja- neytandinn Siggi sýra stendur svo fyrir aðra fíkn. Í bókinni birtist einnig ofbeldi sem krakkarnir beita hvert annað auk þess sem Berta misþyrmir líkama sínum með átröskuninni. Lestir eins og ofát, reykingar, útlitsdýrkun og ofuráhersla á hreyfingu koma einnig fyrir í bókinni. Þannig er boðið upp á fjölbreytt úrval af vandamálum sem börn geta samsamað sig við í gegnum lesturinn. Sum þessi vandamál hafa beina tengingu við mannátið með því valdamis- ræmi sem í þeim felst. Mannátið er táknrænt fyrir ýmsa aðra glæpi og þar að ofan innbyrðir mannætan í textanum suma holdgervinga þessara glæpa og freistar þess að innbyrða aðra. Mannætan í textanum inniheldur þannig í bókstaflegri merkingu bæði heimilisofbeldissegginn og eiturlyfja- neytandann og gerir þar að auki tilraun til að innbyrða keðjureykingar- manninn. Mannætunni úthýst Í Leyndarmálinu hans pabba eru viðkvæm og erfið viðfangsefni meðhöndlað af leikni með hjálp húmors. Ennfremur er lesandinn leiddur í gegnum hörmungar og hrylling en fær í lokin farsælan endi. Lok bókarinnar benda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.