Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 26
26 TMM 2013 · 3 Þorleifur Hauksson Bróðir minn Ljónshjarta 40 ára Tímamótaverk í barnabókmenntum Á þessu ári eru fjórir áratugir síðan Astrid Lindgren gaf út skáldsögu sína Bróðir minn Ljónshjarta. Bókin er að margra dómi hápunkturinn á ferli hennar sem barnabókahöfundar, og með útkomu hennar má segja að „bókmenntastofnunin“ hafi fyrst tekið að veita henni verulega athygli. Sagan segir frá Karli Lejon eða Snúð sem er dauðvona og þráir ákaft bróður sinn sem er dáinn, hefur fórnað lífi sínu fyrir hann þegar hann bjargaði honum úr eldsvoða. Jónatan hefur sagt Snúð frá ævintýraheiminum Nangijala sem taki við eftir dauðann, til að sætta hann við tilhugsunina um að hann muni bráðum deyja. Snúður fær boð frá Nangijala, Jónatan vitjar hans í líki snjóhvítrar dúfu, og áður en varir er Snúður horfinn inn í þennan heim, hefur þar fundið bróður sinn aftur og á ekki afturkvæmt. Astrid Lindgren hafði áður notað ævintýraformið og fléttað því saman við raunsæislegan frásagnarvettvang í ýmsum tilbrigðum. Þar má nefna nokkrar smásögur og eina stórmerka skáldsögu, Elsku Míó minn, sem kom út tveimur áratugum fyrr, 1954. Aðalpersóna þar, eins og í Bróðir minn Ljónshjarta, er lítill og vansæll níu ára drengur. Og báðir ganga úr ömurlegum lífsaðstæðum inn í veröld þeirra ævintýrasagna sem þeir hafa heyrt eða lesið, og á þeim vettvangi rætast fegurstu draumar þeirra. Samt er lífið sem bíður þeirra ekki eintómur dans á rósum. Þeir þurfa að kosta sér öllum til í þjónustu hins góða. Því að báðir fá að reyna að það eru til ævintýri sem ættu ekki að vera leyfileg. Viðtökur Ekki verður annað séð en að Elsku Míó minn og aðrar „ævintýrabækur“ Astrid Lindgren svo sem eins og smásagnasafnið Sunnanäng (1959, á íslensku Þýtur í laufi þröstur syngur, 1994) hafi fengið góðar viðtökur gagn- rýnenda. Þegar Bróðir minn Ljónshjarta kom út í heimalandinu 1973 hafði bókmenntalandslagið hins vegar breyst talsvert. Upp var runnið tímabil nýraunsæisins. Bókmenntirnar áttu að ganga á hólm við veruleika sam- tímans. Til barnabókmennta voru gerðar þær kröfur að þær skyldu fjalla um efni sem börnum væru nærtæk úr daglegu lífi, virkja þau til vitundar um vandamál líðandi stundar og forðast að fegra veruleikann eða flýja hann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.