Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 30
Þ o r l e i f u r H a u k s s o n 30 TMM 2013 · 3 blómskrúð og gróska ríkir á Græneyju og Landinu í fjarskanum, en allt er gróðurlaust, bert og dimmt þar sem riddarinn Kató ræður og ríkir. Ekki þarf annað en nefna nafn hans, þá skelfur allt og blómin deyja. Í Bróðir minn Ljónshjarta er náttúran ekki á sama hátt merkt öflum ills og góðs, enda þótt naktir klettar Fjalls fornaldarfjallanna varði veginn að höll Þengils í Karmanjaka. Snúður, sem alltaf hefur legið á sófa í eldhúsi, hefur ofurnæmt auga fyrir náttúrunni í öllum sínum margvíslegu myndum, og hugarástand hans sveiflast eftir því. Hann er sæll í sól og grósku en dapur og hræddur við myrkrið og auðnina. Að þessu leyti aðskilur sagan sig frá ævintýrunum gömlu, og þetta er einn af helstu kostum hennar. Snúður er svo bernskur, fljóthuga og hrifnæmur að hann getur orðið gagntekinn af hamingju yfir fallegri náttúru, jafnvel þótt hann sé í mikilli hættu staddur. Í fyrra dæminu sem hér fer á eftir er hann fangi Veders og Kaders sem eru á leið með hann inn í Þyrnirósadal, og í hinu síðara er hann á leið með Jónatan inn í Karmanjaka til að reyna að frelsa Örvar úr Kötluhelli: Himinninn logaði eins og rauðasti eldur og það bjarmaði um fjallatindana. Ekkert eins fallegt, ekkert eins stórbrotið hafði ég séð á ævi minni. Og hefði ég ekki haft Kader og svartan rassinn á hestinum hans beint fyrir framan mig held ég að ég hefi hrópað af fögnuði. En nú gerði ég það ekki, nei, það gerði ég sannarlega ekki. (101) Þetta var sannarlegur ævintýraskógur, þéttur og dimmur og þar var enginn ruddur stígur. Maður varð bara að ríða beint inn á milli trjánna sem létu votar greinarnar slást í andlit manns. En mér fannst það samt gaman. Allt þetta – að sjá sólargeislana smjúga inn á milli greinanna og heyra fuglasönginn og finna lykt af regnvotum trjám og votu grasi og hestum. Og allra mest gaman þótti mér að ferðast þarna með Jónatan. (161) Boðskapur bókarinnar er ef til vill orðaður skýrast í samtali bræðranna, þar sem Jónatan er nýbúinn að sleppa dúfunni Biöncu yfir borgarmúrinn í Þyrnirósadal fram hjá Þengilsmönnunum og vill ekki strax loka sig inni í bælinu sínu heldur njóta náttúrunnar. „Af því að mér þykir það gott,“ sagði Jónatan. „Af því að mér þykir vænt um þennan dal í ljósaskiptunum. Og mér þykir gott að láta svalt loft leika um andlit mitt. Og bjartar þyrnirósir sem ilma af sumri.“ „Sama segi ég,“ sagði ég. „Og svo þykir mér vænt um blóm og gras og tré og engi og skóga og lítil falleg vötn,“ sagði Jónatan. „Og þegar sólin kemur upp og þegar sólin sest og þegar máninn skín og stjörnurnar tindra og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í bili.“ „Það þykir mér líka vænt um,“ sagði ég. „Öllum mönnum þykir vænt um þetta,“ sagði Jónatan. „Og ef þeir óska einskis frekar, geturðu þá sagt mér hvers vegna þeir geta ekki fengið að njóta þess í friði og ró án þess að einhver Þengill komi og eyðileggi allt?“(116–117) Þengill getur ekki unnt fólkinu í Nangijala að lifa eins og það lifir. Og hann þarfnast þræla. Fólkið í Þyrnirósadal er svelt og kúgað og óhamingjusamt og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.