Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 36
E g g e r t Þ ó r B e r n h a r ð s s o n 36 TMM 2013 · 3 skálabúa miklu máli, einkum varðandi daglegt amstur í braggahverfunum, og þau voru ófá fjölskyldualbúmin sem leitað var í þegar myndaöflun fyrir þá bók stóð yfir. Þar sönnuðu albúmin sannarlega gildi sitt. Eftir alla þessa myndareynslu fór ég að velta aðeins fyrir mér fjölskyldu- albúmunum sem tilheyrðu móðurafa mínum og -ömmu. Ég vissi auðvitað að þar væri að finna margar myndir en langt var síðan ég hafði í raun skoðað þær. Albúmin dreifðust á þrjá staði eftir að amma mín dó, til þriggja dætra þeirra hjóna. Á síðustu árum hef ég margskoðað myndirnar sem móðir mín fékk, sem og myndirnar í hennar eigin fjölskyldualbúmum. Fjölskyldumyndaáhuginn náði nýjum hæðum þegar fimmtugsafmælið mitt nálgaðist sumarið 2008 en þar hafði ég hug á að vera með myndasyrpu á skjá sem spannaði þessa hálfu öld í lífi mínu. Ég fór því að skanna myndir inn í tölvu af miklum móð og leita gamalla mynda sem tengdust sjálfum mér. Tæplega tvö hundruð mynda glærusýning virtist gera lukku meðal gesta í afmælinu. Hins vegar er áhugavert að velta fyrir sér eftir á hvaða myndir urðu fyrir valinu og hvers vegna – velta fyrir sér hvers konar mynd maður vill draga upp af sjálfum sér við tækifæri sem þetta, hvers konar sjálfstjáning birtist þar, sem takmarkast þó af því myndefni sem stendur til boða. Nú var ég kominn á bragðið og næsta ár hugaði ég að eigin fjölskyldu- albúmum og bjó til tvær myndabækur sem báðar hafa undirtitilinn Frá fæðingu til fermingar og sýna myndbrot frá þessu æviskeiði í lífi tveggja sona okkar hjóna og gaf þeim í jólagjöf. Með því að gefa myndabækur fetaði ég að vissu leyti í fótspor ömmu minnar nema hún gaf lítil albúm. Eldri sonurinn er fæddur árið 1982 en sá yngri 1992 og auðvitað á fjölskyldan ýmsar sam- eiginlegar minningar. Þótt myndefni í bókunum sé í raun keimlíkt og sambærilegir viðburðir séu fyrirferðarmiklir spegla þær ólíka tíma að ýmsu leyti. Samt eru bara tíu ár á milli þeirra. En hvað þá með myndir úr fjöl- skyldualbúmum sem spanna heila öld? Ég fór að velta því fyrir mér og hafði í huga albúmin frá ömmu og afa í móðurætt. Ég vildi líka reyna að afla sem mestra upplýsinga um gömlu myndirnar sem þar er að finna á meðan enn væri greiður aðgangur að fólki sem þekkti til. Í gömlu albúmunum eru nokkrar myndir frá upphafi 20. aldar en fjöl- skylduljósmyndun innan móðurfjölskyldunnar hófst fyrir alvöru í kringum Afinn ungur með myndavélina um 1930.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.