Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 38
E g g e r t Þ ó r B e r n h a r ð s s o n 38 TMM 2013 · 3 1925 og stendur enn þótt margt hafi breyst með nýrri tækni. Í grunninn má skipta myndunum í þessum gömlu albúmum í tvö megintímabil þar sem hið fyrra nær til 1939 og það seinna fram um 1990. Annars vegar eru myndir sem eru að mestu teknar í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, einkum á Hvammstanga. Þar bjuggu afi og amma til 1936 en þá fluttu þau með dætur sínar tvær til Vestmannaeyja og bjuggu þar næstu þrjú árin og eignuðust þriðju dótturina. Hins vegar er Reykjavíkurtíminn sem hófst 1939. Ýmsum sem ég hef sýnt myndirnar hefur komið á óvart hversu margar myndir eru til frá árunum 1925 til 1940 enda filmur dýrar sem og framköllun og ekki áttu allir myndavélar. Framan af helgaðist myndagleðin öðrum þræði af því hversu áhugasamur afi minn var um þessa tækni og að hann átti tiltölulega auðvelt með að fá ódýra framköllun og filmur sem umboðsmaður norðan heiða fyrir ljósmyndavöruverslun og ljósmyndastofuna Amatör í Reykjavík en fjölskyldusagan segir að hann hafi að einhverju leyti fengið greitt fyrir það starf í filmum og framköllun. Það hefur komið sér vel. Um páskana 2011 byrjaði ég að skoða skipulega öll gömlu fjölskyldu- albúmin í fórum móður minnar og systra hennar. Að lokum var ég með liðlega þrjátíu myndaalbúm á skrifstofunni minni auk nokkur hundruð lausra mynda. Á nokkrum mánuðum skannaði ég vel á þriðja þúsund myndir en í sjálfu sér lýkur myndaleitinni seint því lengi er von á einum. Í raun var þetta eingöngu grunnvinnan, þ.e. að vinna með albúmin sjálf, skanna og finna út tímasamhengi, hverjir væru á myndum, tengsl milli fólks og staða og annað í þeim dúr. Í framhaldinu er síðan hægt að vinna markvissar með myndirnar og þá í stærra eða víðara samhengi. Ég gerði þó dálitla tilraun síðla árs 2011 til þess að draga saman myndir og sjá hvert það myndi leiða mig. Ég setti saman myndabók með einni útgáfu af fjölskyldusögu í myndum þar sem móðir mín er lykilmanneskjan og myndavalið hverfist að mestu um hana. Bókina kalla ég Öld í albúmum. 400 fjölskyldumyndir en myndasagan hefst árið 1903 og endar árið 2002. Myndirnar eru settar fram í tímaröð með meginþunga á árin frá um 1930 til um 1970. Þessi tilraun sannfærði mig enn frekar um mikilvægi þess að vinna með albúmin og minn- ingar tengdar myndunum því engu var líkara en myndirnar lifnuðu við þegar móðir mín, sem er fædd árið 1928, fékk bókina í hendur. Sögur og frásagnir í tengslum við einstakar myndir streymdu fram og mér kom satt að segja nokkuð á óvart hversu ljóslifandi atburðir og fólk stóðu henni fyrir Ritið Öld í albúmum var tekið saman árið 2011 og er 100 blaðsíður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.