Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 49
N o t u m a l b ú m i n TMM 2013 · 3 49 Endurspegla myndir veruleikann og þá hvaða veruleika? Þannig mætti áfram spyrja. Vissulega er rétt að nauðsynlegt er að nálgast af varkárni þann veruleika sem ljósmyndir birta. Hann er brotakenndur, og ýmsar spurningar hljóta að vakna, t.d. hver er sagan á bak við mynd? Hvað gerðist fyrir og eftir myndatöku? Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að fjölskyldu- albúmin eru frekar sameinandi en sundrandi, sjaldnast eru birtar myndir sem varpa skugga á viðkomandi fjölskyldu eða persónur. Eru slíkar myndir kannski yfirleitt ekki teknar? Enda þótt ljósmyndir í fjölskyldualbúmum hafi ýmsar takmarkanir er samt ekki hægt að nýta þær til þess að draga fram nýtt efni og upplýsingar? Sú er að minnsta kosti mín reynsla af gömlu albúm- unum sem ég hef unnið með. Myndefnið hefur gefið tilefni til samræðna og upprifjunar, hefur verið uppspretta minninga. Ýmis atvik og viðburðir koma í ljós, sambönd milli fólks eru skýrð, hægt er að spyrja um söguna á bak við myndir, hvað gerðist fyrir og eftir o.s.frv. Jafnvel myndbirting á Facebook kallar fram minningar og frásagnir. Það að kveikja minningar má líklega nýta á ýmsan hátt, t.d. væri hægt að tengja við heimildagildi myndanna í stærra samhengi á afmörkuðu tímabili og reyna að kalla fram upplýsingar um þau dæmi sem áður voru nefnd, þ.e. húsakost, húsgögn og innanstokksmuni, tæknivæðingu heimila, fatnað og tísku, skemmtanir og áhugamál, yfirbragð og útlit fólks, lífshætti og daglegt amstur. Í nútímanum er til dæmis til aragrúi aðgengilegra mynda af heim- ilum vegna fasteignaauglýsinga. Væri kannski ráð að hleypa af stokkunum samanburðarverkefni tengt fjölskyldualbúmum þar sem t.d. híbýlahættir væru í brennidepli? Ýmislegt fleira má hugsa sér að bera saman, t.d. fatatísku í áratuganna rás eða heimilishald. Gætu fjölskyldualbúmin nýst í þessum til- gangi? Reyndar hafa fjölskyldualbúmin öðlast fastan sess á opinberum ljós- myndasöfnum og þar er unnið með þau enda áhugavert rannsóknarefni og hægt að nálgast efni þeirra út frá ólíkum sjónarhornum. Auk þess er í þeim ákveðin heild mynda sem kallast á og eiga með sér samtal. Þessir þankar leiða hugann að annarri hlið gamalla fjölskyldualbúma og dálítið þrengri. Má ekki nýta þau sem aðferð til að kynnast betur eigin fjöl- skyldu, formæðrum og forfeðrum, leita róta? Er ekki að einhverju leyti unnt að kynnast gengnum kynslóðum með nýjum hætti með því að gaumgæfa gamlar fjölskyldumyndir, setja líf áanna í nýtt samhengi, jafnvel þótt myndefnið sé brotakennt, og reyna þar með að auka skilning á því fólki sem var í kringum mann í æsku? Getur ekki sýnin á fólk fortíðarinnar dýpkað með hjálp ljósmyndanna og maður búið sér til mynd af eldri tíð – ekki minn- ingar – heldur eflt óáþreifanlegt samband milli kynslóða, milli ólíkra tíma, milli samfélagsgerða? Og ungt fólk í nútímanum gæti jafnvel fengið betri tilfinningu fyrir fortíðinni, vitund sem það hafði ekki áður, þegar „gamla amman“ er skyndilega orðin eins og Hollywood-leikkona á stríðsárunum? Sér það hana þá kannski í nýju ljósi? Alltént hefur mín skynjun á fortíð fjölskyldunnar breyst eftir að ég fór að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.