Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 56
S t e i n a r B r a g i 56 TMM 2013 · 3 sat hann í flæðarmálinu og horfði á öldurnar renna mjúklega upp á grjótið. Muldrið sem hann heyrði var frá mölinni sem valt fram og aftur um hafs- botninn næst landinu, og skyndilega varð allt svo bjart og skýrt. Þegar hann leit um öxl sá hann mömmu sína sitja úti á svölunum heima og lesa í bók, fannst hann þurfa að flýta sér heim áður en eitthvað vont gerðist en gat ekki hreyft sig. Þoka kom utan af hafi og lagðist yfir ströndina. Andri sá ekki handa sinna skil, rápaði um í þokunni þartil hann kom að litlu húsi sem á stóð „Birta“, smaug gegnum vegginn og sá sér til undrunar að þar inni var önnur strönd og annar sjór. Hinn sjórinn var alveg þögull og sléttur og í fjöruborðinu flaut grár maður. Andri sá ekki framan í manninn en í næstu andrá flutu þeir báðir í hinum sjónum, einhver kallaði nafnið hans og Andri varð svo hræddur að hann gat ekki andað. Ekki taka mig, sagði hann við karlinn og eftir það varð allt svo skrýtið og grátt. Að þessu loknu sagðist Andri ekki vilja tala meir og þagnaði. Hann vaknaði svipbrigðalaus úr dáinu og allar síðari tilraunir til að dáleiða hann fóru út um þúfur. Í hvert sinn sem hann lagðist á sófann stífnaði hann og þagnaði, líkt og skrúfað hefði verið fyrir í höfði hans. Á endanum gat Katrín ekki meir og í næstu skipti fór hún ein til sálfræðingsins þar sem hún reyndi að gera upp áhrif áfallsins á samband þeirra mæðgina. Hún fermdi drenginn sinn, horfði á hann vaxa og dafna og eignast áhugamál sem hún reyndi að segja sér að „hinn“ sonur hennar hefði líka gert; hann tók upp útvarpsleikrit á spólur, merkti þær og raðaði vandlega upp í hillur, gerði við gömul raftæki sem hann varð sér úti um með blaðaauglýsingum og seldi aftur; safnaði myntum frá nítjándu og átjándu öld, var efstur á hverju prófi í skólanum og einn af fyrstu Íslendingunum til að hanna hugbúnað fyrir tölvur. Með þessu aflaði hann svo mikils fjár að hann var snemma orðinn ríkari en foreldrar sínir. Þegar hann var sextán ára skildu Katrín og Ellert. Átján ára lauk Andri stúdentsprófi og fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Stundum sendi hann mömmu sinni bréf þar sem hann tíundaði hvað hann var að gera og hvert hann stefndi en spurði engra frétta af fjölskyldunni. Eftir nokkra hríð hætti hún að svara bréfunum og þá hættu þau fljótlega að berast. Skömmu eftir að hann varð tvítugur fékk Katrín símtal frá lögreglunni í San Fransisco sem sagði að Andra hefði verið ýtt fyrir neðanjarðarlest og hann hefði látist samstundis. Sá sem ýtti fannst aldrei, en eftir því sem Katrín hugsaði meira um það því vissari varð hún um að sonur hennar, sá sem hún þekkti, hefði loksins sloppið úr prísund sinni. Fríkirkjuvegur 11 Draugar taka sér ekki hádegishlé. En starfmenn Æskulýðsráðs gera það. Sumarið 1984 sátu fjórar manneskjur í eldhúsinu á Fríkirkjuvegi 11 og spiluðu jatsí: Halldór, Gunnar, Lína og Ellen. – Dulnefni allt saman, enda vill enginn vera bendlaður við teningaspil, og við skulum láta það eftir þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.