Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 58
S t e i n a r B r a g i 58 TMM 2013 · 3 Eftir stutta þögn, gædda þónokkurri undrun, sprungu viðstaddir af hlátri og Ellen klappaði. „Það tókst,“ sagði Halldór og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Stigin voru skráð og með jatsíinu var Halldór orðinn efstur í leiknum og átti sigur- inn vísan – nema einhver annar við borðið tæki upp á svipuðum brellum. Skyldi það vera? Næst að teningunum var Lína. Fram að Jensen-kasti Halldórs var Lína efst, og nú fann hún sig knúna til að bregðast við: „Ég geri það sama, ekki spurning,“ sagði hún, mundaði teningana og félagar hennar tóku samþykkjandi undir. „Ég heiti á Thor Jensen til að fá sexu-jatsí.“ Lína hringlaði teningunum um lófana í lengri tíma en hún var vön, sleppti þeim svo öllum á borðið og fékk það sem hún bað um: sex teninga með sex punkta, alla upp í loft, og þá komu hlátrasköllin samstundis og jafnvel hærri en áður. „Ég trúi þessu ekki, fékk hún jatsí?“ sagði Karólína og pakkaði nestinu sínu saman í flýti. Vinnufélagar hennar við borðið kepptust við að jánka, Ellen fórnaði höndum og Gunnar bankaði hnúunum án afláts hlæjandi í borðið. „Mjög skrýtið,“ sagði Halldór og var kátur, eins og hann hefði gleymt því að fyrsta sætið var runnið honum úr greipum. Þau hlógu meira þartil þau hættu því, og nú kom þögnin á eftir hlátrinum. Gunnar safnaði saman teningunum, raðaði þeim einum í einu í lófa vinstri handar, og horfði spyrjandi í kringum sig. Augu allra í herberginu hvíldu á honum – og auð- vitað vissi hann hvað honum bar að gera. Eða hvað? „Verð ég þá ekki að gera eins?“ spurði Gunnar og velkti teningunum um lófann. Andlit Ellenar var steinrunnið, Halldór hristi höfuðið, að því er virtist án þess að taka eftir því sjálfur, og Karólína – sem var eldri en þau hin – hélt báðum höndum um höfuðið eins og hún ætlaði að lyfta því af herðunum og fleygja út úr eldhúsinu, ef álagið yrði of mikið. Gunnar hafði lítið gefið sig að fjárhættuspilum, nema þá helst að þau væru til styrktar Rauða krossinum; jatsíið var augljóslega ekkert fjárhættuspil, þó var hann ekki lengur viss um hvað það var – og á andlitum félaga sinna sá hann að þau höfðu ekki hugmynd um það heldur. Skyndilega fannst honum sem eitthvað væri í húfi þarna, og ef hann henti ekki andskotans teningunum og fengi eitthvert hrat, nú þá myndi þessi glaðlegi drungi eldhússins eflaust trufla hann það sem eftir var dags, gott ef ekki lengur. – Því yrði hann að henda, og með þessum eina mögulega formála: „Ég bið líka um sexu-jatsí,“ sagði Gunnar. „Ég heiti á Thor Jensen, mann- inn sem byggði þetta hús, til að fá eitt sexu-jatsí.“ Hann lagði saman lófana, hristi teningana og sleppti þeim á borðið, eða rykkti öllu heldur til sín höndunum líkt og hann hefði verið bitinn af ketti. Teningarnir álpuðust út á borðið og upp komu sex sexur, þrjátíu sex holur í líf þeirra allra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.