Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 60
S t e i n a r B r a g i 60 TMM 2013 · 3 Nokkrum vikum eftir jatsí-ævintýrið, þegar Halldór var einn á leið út úr húsinu í lok vinnudags, var hann gripinn ákafri bjórlöngun, nánar tiltekið langaði hann að festa kaup á kassa af smygluðum bjór, þar sem varan var bönnuð á Íslandi á þessum tíma (án þess að nokkur muni af hverju). Næst- um um leið var einsog hvíslað að honum innanúr húsinu, að fara í næstu sjoppu, sem þá var á gatnamótum Lækjargötu og Bókhlöðustígs, og kaupa sér Happaþrennu. Á þessum tíma voru skafmiðar ný tegund happdrættis á landinu; Halldór hafði aldrei verslað sér slíkt áður, og sem starfsmaður Æskulýðsráðs var hann frekar á móti þeim. En í sjoppuna fór hann, keypti eitt stykki happaþrennu, og minnugur náunga sem hann hafði eitt sinn séð skafa af miðanum með því að klessa honum upp að steinvegg og rykkja til hliðar, hélt hann aftur að Fríkirkjuvegi 11, gekk hálfa leið upp tröppurnar að aðaldyrunum og staðnæmdist við ytri súluna – þar sem hann hafði oft ímyndað sér að fátæklingar Thors hefðu stutt lófanum meðan þeir biðu hans, örmagna og svolítið hræddir. Upp að súlunni klessti hann skafmiðanum, hét á Thor Jensen og hvíslandi rödd hans, rykkti miðanum til hliðar og í ljós kom vinningur upp á 3200 kr. – Sömu upphæð og sjómaðurinn, kunningi hans, setti upp fyrir kassa af bjór. Þegar Halldór kom heim og útskýrði þetta allt fyrir konunni sinni, sagði hún: Af hverju langaði þig ekki í bíl? Með tímanum kvisuðust út sögur um áheitamanninn Thor Jensen, þótt jatsí-spilarar flíkuðu ekki reynslu sinni. Fáeinum mánuðum eftir jatsíið var einn starfsmanna borgarinnar, Erlendur, gestkomandi á Fríkirkjuveg- inum. Hann beið uppáhellingar í eldhúsinu og þótt jatsí hefði ekki verið spilað eftir hádegið örlagaríka, voru teningarnir enn á sínum stað í skúffu þar sem Erlendur fann þá. Minnugur orðróms um jatsíið, dró hann upp penna og pappír, hét á Thor og hóf að varpa teningunum – af rælni – í von um að honum yrðu fengnar vinningstölurnar í lottói komandi helgar. Þótt samlagning sex teninga útilokaði tölur neðan við sex og yfir þrjátíu og sex, hafði hann ekkert betra að gera þá stundina, auk þess náðu lottótölurnar á þessum tíma ekki nema að þrjátíu og tveimur. Fimm sinnum lagði hann saman summu teninganna sex, fór þá og keypti staka röð í lottóinu, beið útdráttarins og reyndist – eins og af rælni – hafa allar tölur réttar nema þessa einu sem var undir sex. Maðurinn endurtók leikinn síðar, en hvað sem leið áheitum hans, segir sagan, gerðist ekkert. – Dapurlegt, en þó má í þessu sambandi hugga sig við orð Björgólfs Thors, langafabarnsins, um glataða peninga: „Þegar að, þegar að fjármunir tapast á þennan hátt að, sagði einn við mig hérna sko, á þennan hátt að að þegar peningar tapast: a lot of money goes to money heaven.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.