Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 62
F r i ð r i k R a f n s s o n 62 TMM 2013 · 3 aldrei komist. Fyrst var það árið 2001, en þá stangaðist ferðaplanið á við vinnu hans við erótíska kvikmynd. Tökur áttu einmitt að fara fram þá daga sem hann hafði fyrirhugað að koma hingað. Síðan var það 2003, en þá átti hann í verulegum persónulegum erfiðleikum og varð að hætta við. Loks var það 2011 þegar hann átti að koma hingað í boði Listahátíðar í Reykjavík og Alliance française, en þá vildi ekki betur til en svo að það fór að gjósa í Grímsvötnum daginn sem hann átti að koma svo að hann hætti við af ótta við að verða innlyksa hérlendis í óvissan tíma eins og tilfellið hafði verið um fjölda fólks þegar Eyjafjallajökull hafði gosið árið áður. Ég mætti út á Keflavíkurflugvöll seinnipart laugardags 6. október á til- settum tíma, nokkuð stressaður yfir því hvort hann léti sjá sig að þessu sinni, og biðin hófst. Fólk tíndist út úr hinum ýmsu flugvélum, tíminn leið, venjulegur hálftími kominn og ég farinn að ókyrrast verulega. Enn liðu fimm heillangar mínútur og síðan tíu og viti menn, kom þá ekki kappinn labbandi út um dyrnar í hettuúlpunni sinni með risastóra tösku í eftirdragi, heilsaði vinsamlega en heldur stuttaralega og sagðist bara verða að drífa sig út á hlað og fá sér rettu. Ég stóð þarna eins og þvara og góndi á manninn teyga í sig reykbætt íslenskt flugvallarloft. Þvílíkur léttir … Við lögðum af stað í bæinn, ég enn hálfhissa að hafa loks náð manninum til landsins eftir öll þessi ár. Á leiðinni reyndi ég að halda uppi hefðbundnum móttökusamræðum, benda honum á stytturnar flottu við Leifsstöð (er hann ekki myndlistarunnandi?), úfið hraunið á Reykjanesinu (er hann ekki áhugamaður um jarðfræði og eldfjöll?), gufuna sem stígur upp af Bláa lóninu, Keili og fleira, en fékk nánast engin svör. Ég vissi svosem að hann væri ekki ýkja skrafhreifinn, en þetta var frekar óþægilegt og þvingandi. Þegar til Reykjavíkur var komið skutlaði ég honum á gistiheimili í mið- bænum og síðan var rætt um að hann kæmi og borðaði með okkur hjón- unum um kvöldið. Bara við, engir gestir þannig að við næðum að kynnast og leggja línurnar fyrir vikuna. Hann var mjög sáttur við það. Þar gerðumst við afar þjóðleg og buðum við honum upp á brennivín og hákarl, lugum því blákalt að það væri eins konar manndómsvígsla inn í íslenskt samfélag, síðan var boðið upp á pönnusteiktan lax að hætti hússins og heimagerðan ís að hætti ömmu á Reyðarfirði. Ég hafði fyrr um kvöldið sýnt honum bók um Kristján Davíðsson með formála Kundera, en mér til nokkurra vonbrigða virtist hann ekkert sérlega upprifinn. Hann var hins vegar stórhrifinn af rennibrautarstól í holinu hjá okkur, útsaumuðum stól sem Ingibjörg tengda- móðir mín hafði gert fyrir margt löngu. Þetta var bara ansi notalegt fyrsta kvöld, hann eðlilega ansi þreyttur eftir langt ferðalag og fór heim í leigubíl um klukkan tíu, miðnætti að evrópskum tíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.