Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 70
F r i ð r i k R a f n s s o n 70 TMM 2013 · 3 afar fámáll fyrstu tvo dagana, meðan við vorum að kynnast og hann að átta sig á nýjum stað, alls ólíkum öllum öðrum sem hann hafði séð. Þögull en afar athugull og íhugull. Spurði bara að því sem honum fannst skipta máli, lítið fyrir smáspjall eins og létttaugaveiklaði íslenski gestgjafinn. Þessi maður er myndavél, myndavél með mannsheila, svo ég leyfi mér að snúa út úr titlinum á snilldarlegu smásagnafni eftir Guðberg Bergsson. Smám saman losnaði um málbeinið, hann fór að slaka á, gantast og brosa, það fór ekki á milli mála að honum leið vel. Sérkennilega samsettur maður, Houellebecq, sá maður sem kemst einna næst þeirri mynd sem ég hef gert mér af fyrirbærinu snillingur, íhugull og athugull, gríðarlega fróður og lesinn, en líka stundum barnslega einlægur og viðkvæmur, næstum brothættur. Dregst einhvern veginn áfram í gegnum lífið af ótrúlegri þrautseigju. En líka lúmskur húmoristi, laumar út úr sér kommentum og hlær, eða flissar öllu heldur, manna mest yfir þeim. Dálítið eins og Serge Gainbourg, sá merki söngvari og svallari. Ég hef alltaf ímyndað mér Kafka eða Beckett einhvern veginn svona. „Hann minnir mig á Céline,“ sagði Gérard Lemarquis í sendiráðsboðinu. Aðspurður hvort hann héldi upp á þessa höfunda svaraði hann: „Já, ég las bækurnar þeirra þegar ég var ungur.“ Ekkert meira um það. 10. Þegar við höfðum sporðrennt humrinum skutlaði ég honum á hótelið, lagði mig í nokkra tíma, náði í hann á hótelið um fjögurleytið aðfararnótt laugardagsins (þar með fékk hann líka sýnishorn af draugfullum Íslending- um á Laugaveginum) og skutlaði honum út á Keflavíkurflugvöll. Hann tékkaði sig inn í vélina til Alicante og við spjölluðum saman um stund áður en hann fór. Hann var mjög upptekinn af breiddargráðum þennan morgun, hvernig væri hægt að sjá heiminn út frá heimskautsbaug, miðbaug og þess háttar, greinilega eitthvað að gerjast. Hann var mjög ánægður með ferðina, sagðist aldrei áður hafa komið svo norðarlega, sig hefði lengi langað til Íslands og hann hefði satt að segja óttast að verða fyrir vonbrigðum, en klykkti svo út með að segja að það væri síður en svo tilfellið, landið væri það fallegasta sem hann hefði komið til fram til þessa, jafnvel enn fallegra en Írland og þá væri mikið sagt. Framundan væru ferðir til Indlands og Víetnam, en hann nennti því varla, hann ætlaði að sjá til. Ræddi um að koma aftur síðar, kannski fyrripartinn í september, þá væri mesti ferðamannastraumurinn að baki en samt sæmilega hlýtt og bjart. Við kvöddumst síðan með virktum á sama stað og við hittumst fyrst, reynslunni ríkari. Nokkrum dögum síðar sendi hann mér tölvupóst: l‘Islande: le plus beau pays que j‘aie jamais vu. (Ísland: fallegasta land sem ég hef nokkurn tímann augum litið.) Athugull maður, Michel Houellebecq, ekki satt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.