Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 74
74 TMM 2013 · 3 Arthúr Björgvin Bollason „… hve Íslands auðn er stór“ Hugleiðing um Dettifoss í ljóðum þriggja skálda Austurríski sálfræðingurinn Sigmund Freud nefnir í einu rita sinna þá undarlegu kennd sem vaknar hjá manneskju sem stendur á barmi hyldýpis og óttast að missa fótanna og hrapa niður í tómið. Á þessu andartaki, segir Freud, finnur manneskjan skyndilega fyrir nánast ómótstæðilegri löngun til að láta sig falla. Það er eins og óttinn við fallið snúist við, umbreytist í þrá eftir að hrapa og tortímast. Hvergi hef ég sjálfur fundið jafn sterkt fyrir þessari óræðu löngun og á barmi gljúfursins við Dettifoss. Þegar ég kom í fyrsta sinn að þessum vatns- mesta fossi Evrópu, þar sem hann steypist niður í gljúfur Jökulsár á Fjöllum, umlukinn víðáttumikilli og gróðarvana auðn, þar sem sést varla stingandi strá, og horfði á þennan ógnarlega vatnsflaum hrynja með dynkjum og drunum fram af þverhnípinu, fann ég sjálfur skyndilega fyrir löngun til að fleygja mér fram af og steypast með vatnsflekunum niður í tómið. Í grein sem Sigurður Nordal skrifaði á þriðja áratug síðustu aldar lýsir hann áhrifum fossins á ferðalanga sem vitja þessa ógnarkrafts í auðninni: Straumþungi árinnar er svo ógurlegur, bjargið svo þverhnípt, að vatnið þeytist fram af brúninni í óskaplegum flekum, sem springa og sundrast í fallinu, leysast sundur í vatnsstjörnur, sem þjóta í allar áttir og draga á eftir sér úðahala. Nafnið Dettifoss er valið af glöggri athugun. Nýir og nýir flekar detta, hver ofan á annan, hverfa ofan í mökkinn í gljúfrinu. Foss- inn fellur endalaust og breytir þó mynd á hverju augabragði. Hann seiðir augað til sín, – allt í einu finnst áhorfandanum bakkinn þjóta með hann út í geiminn með ógnar- hraða og grípur ósjálfrátt hendinni eftir einhverju að halda sér í. Og hugann sundlar eins og augað. Þessi vitlausi, tilgangslausi tryllingsleikur plægir sálina. Menn standa eins og frammi fyrir stóradómi. Vitið skilur ekki. Viljinn bognar. (Áfangar, bls. 73) Hér má beinlínis skilja orð Sigurðar á þann veg að hann sé að vísa til trúar- legrar reynslu: menn standa eins og frammi fyrir dómstóli, þar sem hið dýpsta í þeim sjálfum er vakið upp og knúið fram. Fossinn vekur í brjósti þess sem á hann horfir djúpa kennd, snertir ein- hvern kjarna, einhverja kviku sem leynist innst og dýpst í hverjum og einum. Seiðandi og tryllingslegur flaumurinn, þetta ógnvekjandi hamsleysi nátt- úrunnar, er ofvaxið mannlegum skilningi. „Vitið skilur ekki“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.