Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 76
A r t h ú r B j ö r g v i n B o l l a s o n 76 TMM 2013 · 3 valtleika og fánýti tilverunnar; lífið kviknar og slokknar, mennirnir koma og fara, en fossinn er tákn varanleikans, hins stöðuga og eilífa í heimi hverfulleikans. Tímarnir breytast; bölið sá það brjóstið slær, er fyrr var glatt; en alltaf söm þín ógnarbára ofan um veltist gljúfrið bratt. Þannig minnir kveðandi fossins skáldið líka á einmanaleikann, magnleysi þess sjálfs. Frammi fyrir tröllslegum krafti fossins finnur skáldið til sinna eigin takmarkana, til þess, hve skammvinn sæla jarðlífið er. Á líkan hátt og konungssonurinn Bárður Dumbsson vildi hverfa í jökulinn forðum, vill Fjallaskáldið deyja í fossinn, hverfa í eilífa hringiðu straumkastsins, án þess að nokkur minnist þess eða felli yfir því tár. Og þegar þeir sem eftir lifa syrgja dauða annarra samferðamanna, á skáldið sér þá ósk heitasta að fossinn hlæi yfir jarðneskum leifum þess. Blunda vil ég í bárum þínum, Þá bleikur loksins hníg ég nár, þar sem að enginn yfir mínu önduðu líki fellir tár. Og þegar sveit með sorgarhljóði syngur döpur of anń ra ná, í jötunefldum íturmóði yfir mér skaltu hlæja þá. Samkennd Fjallaskáldsins með tröllauknum skáldbróður sínum í auðninni er blönduð rómantískri angurværð og hryggð. Skáldið finnur hald í tímaleysinu sem einkennir hina eilífu hrynjandi í söng fossins; í samvistum sínum við þennan máttuga skáldbróður sinn í auðninni eignast það sjálft ofurlítið brot af eilífðinni; andspænis hrikaleik og tröllslegu afli fossins finnur það jafnframt sárlega til sinnar eigin einsemdar. *** Í kvæði Einars Benediktssonar um Dettifoss kveður við allt annan tón. Hinn framsækni athafnamaður skynjar aflið í fossinum með öðrum hætti en viðkvæmi, rómantíski sveimhuginn af Hólsfjöllum. Í upphafi kvæðisins er Einar þó á líkum nótum þegar hann skorar á foss- inn að veita sér innblástur í kvæði. Syng, Dettifoss, syng hátt mót himins sól. Skín, hátign ljóss á skuggans veldisstól. Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa, um leik þess mesta krafts, er fold vor ól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.