Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 76
A r t h ú r B j ö r g v i n B o l l a s o n
76 TMM 2013 · 3
valtleika og fánýti tilverunnar; lífið kviknar og slokknar, mennirnir koma
og fara, en fossinn er tákn varanleikans, hins stöðuga og eilífa í heimi
hverfulleikans.
Tímarnir breytast; bölið sá
það brjóstið slær, er fyrr var glatt;
en alltaf söm þín ógnarbára
ofan um veltist gljúfrið bratt.
Þannig minnir kveðandi fossins skáldið líka á einmanaleikann, magnleysi
þess sjálfs. Frammi fyrir tröllslegum krafti fossins finnur skáldið til sinna
eigin takmarkana, til þess, hve skammvinn sæla jarðlífið er.
Á líkan hátt og konungssonurinn Bárður Dumbsson vildi hverfa í
jökulinn forðum, vill Fjallaskáldið deyja í fossinn, hverfa í eilífa hringiðu
straumkastsins, án þess að nokkur minnist þess eða felli yfir því tár.
Og þegar þeir sem eftir lifa syrgja dauða annarra samferðamanna, á
skáldið sér þá ósk heitasta að fossinn hlæi yfir jarðneskum leifum þess.
Blunda vil ég í bárum þínum,
Þá bleikur loksins hníg ég nár,
þar sem að enginn yfir mínu
önduðu líki fellir tár.
Og þegar sveit með sorgarhljóði
syngur döpur of anń ra ná,
í jötunefldum íturmóði
yfir mér skaltu hlæja þá.
Samkennd Fjallaskáldsins með tröllauknum skáldbróður sínum í auðninni
er blönduð rómantískri angurværð og hryggð.
Skáldið finnur hald í tímaleysinu sem einkennir hina eilífu hrynjandi í
söng fossins; í samvistum sínum við þennan máttuga skáldbróður sinn í
auðninni eignast það sjálft ofurlítið brot af eilífðinni; andspænis hrikaleik og
tröllslegu afli fossins finnur það jafnframt sárlega til sinnar eigin einsemdar.
***
Í kvæði Einars Benediktssonar um Dettifoss kveður við allt annan tón.
Hinn framsækni athafnamaður skynjar aflið í fossinum með öðrum hætti
en viðkvæmi, rómantíski sveimhuginn af Hólsfjöllum.
Í upphafi kvæðisins er Einar þó á líkum nótum þegar hann skorar á foss-
inn að veita sér innblástur í kvæði.
Syng, Dettifoss, syng hátt mót himins sól.
Skín, hátign ljóss á skuggans veldisstól.
Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa,
um leik þess mesta krafts, er fold vor ól.