Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 78
A r t h ú r B j ö r g v i n B o l l a s o n 78 TMM 2013 · 3 Þriðja skáldið sem orti um Dettifoss var trúarskáldið Matthías Jochumsson. Í ljóði Matthíasar kveður enn við annan tón, frábrugðinn þeim sem hljómar í kvæðum Einars og Fjallaskáldsins. Í myndinni sem Fjallaskáldið málar af fossinum ríkir blær rómantískrar angurværðar og trega. Í málverki Einars er fjölbreyttara litaval. Annars vegar dregur skáldið upp bjarta og skýra mynd af hagsældinni sem vatnsafl fossins getur þýtt fyrir þjóðina. Hins vegar lætur hann pensil ljóðsins útmála í fögrum litum það dulmagn og þann óræða kraft sem býr í þessu máttuga náttúruundri. Matthías nálgast grátandi tröllið í auðninni aftur á móti sem tákn um almætti guðs. Hann teflir hvorki treganum né tækninni fram gegn fossinum, heldur tárum hvítvoðungsins. Geisa, fossinn forni, finndu loks þitt haf, þó ei tárin þorni, þarftu´ ei betra traf! Þó af þínum skalla þessi dynji sjár, finnst mér meir, ef falla fáein ungbarns tár. Tilfinningin verður skáldinu tákn um þann guðlega neista sem býr í manns- sálinni. Hún er aflið sem býr að baki tárum barnsins og hún er af allt öðrum toga en hið blinda náttúruafl sem fossinn býr yfir; lögmál hennar er af öðrum heimi en lögmál efnisins. Hún getur orðið manninum ofviða, hún getur kólnað, en hún finnur aldrei ofurefli sitt á líkan hátt og vitið, þegar það skilur ekki, og viljinn, þegar hann getur ekki. Hún er takmark í sjálfu sér, að henni virðist allt stefna. Án hennar er hinn mesti spekingur ekki annað en lifandi lík. (SN bls 75). Hér að framan höfum við séð hvernig Dettifoss blés þremur ljóðskáldum mögnuð kvæði í brjóst. Og þó að Einar Benediktsson hafi látið sig dreyma um að aflið í fossinum yrði nýtt til að gera löndum hans lífið bærilegra, er ljóst að skáldin hrifust fyrst og fremst af því óbeislaða afli sem í fossinum býr. Á okkar tímum, þegar veraldleg gildi í anda þeirrar trúar sem Sigurður Nordal kallaði „fjósatrú“, eru býsna fyrirferðarmikil í hugum Íslendinga, er full ástæða til að benda sérstaklega á þau verðmæti sem eru fólgin í ósnort- inni náttúru. Þá er ekki einungis verið að vísa til þeirrar staðreyndar, að óbyggðir Íslands eru með þeim síðustu sem eftir eru í Evrópu og því viðbúið að erlendir ferðamenn komi til Íslands gagngert í þeim tilgangi að njóta þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.