Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 84
S i g u r ð u r G . Va l g e i r s s o n 84 TMM 2013 · 3 þennan unga félaga sinn. Daginn eftir hringdi skáldið svo í eiganda hljóð- kerfisins og talaði máli þrumunnar. Kvöldið eftir átti Vonnegut að koma fram. Liður í undirbúningnum var einmitt að fá texta allra þeirra sem lásu fyrirfram og láta þýða þá. Vonnegut var ekki með neitt slíkt en bað um töflu og krít. Efnið sem hann bauð upp á var hugleiðing um uppbyggingu sögu með hliðsjón af meðal annars Öskubusku og Hamlet. Hann gerði lóðrétt strik á töfluna og lárétt strik til hægri frá því miðju. Lárétta strikið hófst á upphafi og vísaði til endaloka. Lóðrétti ásinn var með slæmum örlögum fyrir neðan strik og góðum fyrir ofan. Vonnegut renndi nokkrum sögum í gegnum þetta en segja má að kjarni málsins hafi verið að Hamlet væri nánast fullkomið verk þar sem maður vissi þar eiginlega aldrei frekar en í lífinu hvort það sem gerðist væri gott eða slæmt. Fyndin pæling, sem mér hefur oft orðið hugsað til síðan og þá ekki síst í tengslum við lífið. Þess má geta að svipaður fyrirlestur Vonneguts birtist í TMM í þýðingu Braga Halldórssonar 2011, í 2. hefti. Meðal þess sem ég skipulagði fyrir Vonnegut á meðan hann var hér var heimsókn til Halldórs Laxness. Auður Sveinsdóttir var svo vinsamleg að taka á móti okkur með örstuttum fyrirvara eitt síðdegið. Vonnegut hafði lesið Sjálfstætt fólk og var mjög hrifinn. Þegar við komum upp á Gljúfrastein mættum við Halldóri Þorgeirssyni, tengdasyni Halldórs Laxness, sem lengi hafði verið aðdáandi Vonneguts. Hann sagði mér síðar að sér hefði brugðið talsvert þegar hann gekk í flasið á Kurt Vonnegut. Hann hafði ekki heyrt neitt af heimsókninni. Á þessum tíma var nóbelsskáldinu okkar örlítið farið að förlast. Virðulegt og vinsamlegt fasið var þó hið sama og áður. Hann spurði Vonnegut oftar en einu sinni hvort hann væri í kvikmyndum. Á leiðinni til Reykjavíkur sagði ég afsakandi að Laxness væri orðin dálítið gleyminn. Vonnegut tók ekki undir það. Hann sagðist hafa séð verri dæmi. Vonnegut hélt sig nokkuð til hlés í þessari heimsókn en þáði þó alltaf þegar ég bauð honum í bíltúr á gamla Chervolettinum og ég neita því ekki að ég hugsaði einhvern tíma þegar við runnum rólega um stræti borgarinnar og hjöluðum um allt og ekkert að þetta gæti sennilega varla gerst annars staðar í heiminum. Ein af skyndihugdettunum sem ég fékk var að bjóða honum í bíltúr um Reykjanesið fyrri part dagsins sem hann átti að fara aftur til New York. Það var bæði stutt frá heimili mínu í Hafnarfirði og þaraðauki bara kippkorn frá Keflavík. Þegar stundin var að nálgast fór ég þó, eins og bóndakonan í Gilitrutt, að verða nokkuð hugsi. Ástæðan var sú að það hafði smátt og smátt runnið upp fyrir mér að landa- og jarðfræðiþekking mín nægði ekki nema til að benda út um bílgluggann einhvers staðar og segja: „This is lava“. Ingibjörg Björnsdóttir, sem var ritari hjá Norræna húsinu og vann fyrir stjórnina var þá svo væn að benda mér á að fá Sigurð Steinþórsson jarðfræðing sem leið- sögumann. Ég hringdi strax í Sigurð sem tók erindinu ljúflega. Hann fékk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.