Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 85
Vo n n e g u t o g é g
TMM 2013 · 3 85
náttúrlega ekki krónu greidda fyrir frekar en margir aðrir ágætir menn og
konur sem hafa stutt hátíðina öll þessi ár.
Ekki spillti að Sigurður gat byrjað setningar á orðum eins og: „Eins og þú
nefnir í Galapagos,“ því hann hafði dálæti á skáldinu og þekkti verk hans vel.
Í ljós kom að Vonnegut hafði mikinn áhuga á jarðfræði. Hann hafði byrjaði
háskólanám sitt á að læra efnafræði en síðar útskrifast sem mannfræðingur.
Brátt kom einnig á daginn að þeir höfðu báðir mikinn áhuga á tónlist, enn-
fremur að þeir spiluðu á klarinett. Ég gerði það eina skynsamlega í stöðunni.
Hélt mig til hlés og hlustaði á þessa ágætu menn spjalla saman.
Brátt var komið að því að keyra Vonnegut út á völl með stuttri viðkomu
á heimili mínu í Hafnarfirði. Ég býst við að hann hafi séð ríkmannlegri
heimili um sína daga en litla húsið okkar þar sem fimm manna fjölskylda
bjó á 45 fermetrum með litlu svefnlofti fyrir ofan. Í boði voru þjóðlegir
réttir. Sem mannfræðingur kannaðist skáldið við hið skoska haggis og gat
því hugsað sér að prófa slátur. Harðfiskurinn var í lagi og flatkökurnar en
hvalkjötið afþakkaði hann kurteislega.
Þegar ég ók Vonnegut út á völl spurði ég hvort hann væri til í athuga
hvort hann gæti fundið bandarískan útgefanda sem hefði áhuga á að gefa
út íslenska höfunda. Hann lofaði því. Ég man líka að ég sagði honum að
Guðbergur Bergsson, sem hafði látið alla viðstadda heyra það nokkuð
hressilega í pallborði sem þeir sátu báðir í Norræna húsinu, hefði ekki látið
sjá sig kvöldið sem hann var búinn að lofa að lesa úr verkum sínum. Svar
Vonneguts var stuttaralegt: „Ætli hann hafi ekki talið sig vera búinn að fá
allt það umtal sem hann gæti mögulega fengið.“
Stuttu eftir að Vonnegut var farinn fékk ég bréf sem hófst einhvern veginn
á þessa leið: „Kæri Sigurður. Ég þakka þér aftur fyrir að hafa verið mér svo
góð móðir í síðustu viku.“ Í bréfinu sagðist Vonnegut hafa hringt í nokkra
forleggjara og einungis einn hefði mögulega sýnt áhuga á að skoða það að
gefa út íslenskan höfund. Ég hitti þennan forleggjara á bókasýningunni í
Frankfurt sem var haldin seinna þetta haust og átti vinsamlegt spjall við
hann en ekkert varð úr útgáfu. Vonnegut hafði þó gert sitt eins og lofað var.
Ég býst við að tugir manna sem hafa unnið fyrir Bókmenntahátíð í þessa
bráðum þrjá áratugi sem hún hefur verið haldin eigi minningar sem eru
tilbrigði við þær sem ég hef rakið hér. Þá hafa þúsundir upplifað að sitja úti
í sal og láta Isabel Allende, Margaret Atwood, Günter Grass, J.M. Coetzee,
William Styron, Annie Proulx, Haruki Murakami, Hertu Müller, og alla þá
fjölmörgu afburða höfunda sem okkur hafa heimsótt, skemmta sér.
Ég er stoltur af að hafa átt þátt í að byggja upp hátíðina og mér finnst hún
skipta máli fyrir íslenskar bókmenntir og menningu. Með aldrinum hef ég líka
orðið afslappaðri fyrir því að einhverjir gagnrýni hátíðina eða bendi á eitthvað
sem þeim finnst miður fara. Sumt er full ástæða til að hlusta á og meta en við
annað finnst mér viðeigandi að nota orð The Dude í kvikmyndinni The Big
Lebowsky: „Yeah, well, that‘s just, like, your opinion, man.“