Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 85
Vo n n e g u t o g é g TMM 2013 · 3 85 náttúrlega ekki krónu greidda fyrir frekar en margir aðrir ágætir menn og konur sem hafa stutt hátíðina öll þessi ár. Ekki spillti að Sigurður gat byrjað setningar á orðum eins og: „Eins og þú nefnir í Galapagos,“ því hann hafði dálæti á skáldinu og þekkti verk hans vel. Í ljós kom að Vonnegut hafði mikinn áhuga á jarðfræði. Hann hafði byrjaði háskólanám sitt á að læra efnafræði en síðar útskrifast sem mannfræðingur. Brátt kom einnig á daginn að þeir höfðu báðir mikinn áhuga á tónlist, enn- fremur að þeir spiluðu á klarinett. Ég gerði það eina skynsamlega í stöðunni. Hélt mig til hlés og hlustaði á þessa ágætu menn spjalla saman. Brátt var komið að því að keyra Vonnegut út á völl með stuttri viðkomu á heimili mínu í Hafnarfirði. Ég býst við að hann hafi séð ríkmannlegri heimili um sína daga en litla húsið okkar þar sem fimm manna fjölskylda bjó á 45 fermetrum með litlu svefnlofti fyrir ofan. Í boði voru þjóðlegir réttir. Sem mannfræðingur kannaðist skáldið við hið skoska haggis og gat því hugsað sér að prófa slátur. Harðfiskurinn var í lagi og flatkökurnar en hvalkjötið afþakkaði hann kurteislega. Þegar ég ók Vonnegut út á völl spurði ég hvort hann væri til í athuga hvort hann gæti fundið bandarískan útgefanda sem hefði áhuga á að gefa út íslenska höfunda. Hann lofaði því. Ég man líka að ég sagði honum að Guðbergur Bergsson, sem hafði látið alla viðstadda heyra það nokkuð hressilega í pallborði sem þeir sátu báðir í Norræna húsinu, hefði ekki látið sjá sig kvöldið sem hann var búinn að lofa að lesa úr verkum sínum. Svar Vonneguts var stuttaralegt: „Ætli hann hafi ekki talið sig vera búinn að fá allt það umtal sem hann gæti mögulega fengið.“ Stuttu eftir að Vonnegut var farinn fékk ég bréf sem hófst einhvern veginn á þessa leið: „Kæri Sigurður. Ég þakka þér aftur fyrir að hafa verið mér svo góð móðir í síðustu viku.“ Í bréfinu sagðist Vonnegut hafa hringt í nokkra forleggjara og einungis einn hefði mögulega sýnt áhuga á að skoða það að gefa út íslenskan höfund. Ég hitti þennan forleggjara á bókasýningunni í Frankfurt sem var haldin seinna þetta haust og átti vinsamlegt spjall við hann en ekkert varð úr útgáfu. Vonnegut hafði þó gert sitt eins og lofað var. Ég býst við að tugir manna sem hafa unnið fyrir Bókmenntahátíð í þessa bráðum þrjá áratugi sem hún hefur verið haldin eigi minningar sem eru tilbrigði við þær sem ég hef rakið hér. Þá hafa þúsundir upplifað að sitja úti í sal og láta Isabel Allende, Margaret Atwood, Günter Grass, J.M. Coetzee, William Styron, Annie Proulx, Haruki Murakami, Hertu Müller, og alla þá fjölmörgu afburða höfunda sem okkur hafa heimsótt, skemmta sér. Ég er stoltur af að hafa átt þátt í að byggja upp hátíðina og mér finnst hún skipta máli fyrir íslenskar bókmenntir og menningu. Með aldrinum hef ég líka orðið afslappaðri fyrir því að einhverjir gagnrýni hátíðina eða bendi á eitthvað sem þeim finnst miður fara. Sumt er full ástæða til að hlusta á og meta en við annað finnst mér viðeigandi að nota orð The Dude í kvikmyndinni The Big Lebowsky: „Yeah, well, that‘s just, like, your opinion, man.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.