Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 90
C a n X u e 90 TMM 2013 · 3 en ég get ekki rifjað neitt upp um hann. Minningar um hvert og eitt okkar eru aðeins varðveittar í heimabyggð okkar. Þegar einhver okkar yfirgefur staðinn er hann algerlega úr sögunni.“ „Þegar kyrrðin kemur yfir mig fara kenjóttar hugsanir á kreik í huga mínum. Ég vil að byggðin okkar ýti mér inn í gleymskunnar dá. Ég veit þó alveg að það verður ekki gert hér. Hér er sérhvert orð mitt og gjörð varðveitt í minningum allra annarra og geymist kynslóð fram af kynslóð.“ „Ég held að húð mín geti orðið hrjúf; ég þarf bara að passa að æfa mig á hverjum degi. Upp á síðkastið hef ég nuddað mér og skrapað utan í nokkuð stífa klumpa í moldinni. Eftir að húðin hruflast til blóðs myndast hrúður. Þetta virðist virka.“ Þess má geta að við verurnar söfnumst ekki saman á vissum stað þegar við höldum fundi (eins og mannfólkið gerir fyrir ofan okkur), því í konungs- ríki okkar svörtu jarðar eru engir staðir. Öllu er þjappað saman. Þegar við komum saman til dægrastyttingar eða umræðna heldur jörðin okkur áfram aðskildum. Hljóð berst afskaplega vel um svarta jörðina. Sérhvert okkar heyrir hvaðeina sem við segjum, jafnvel þótt það sé sagt veikum rómi. Þegar við erum að grafa lendum við stundum óvart á einhverjum öðrum. Í þeim svifum finna kannski báðir til mikils viðbjóðs. Æ, við viljum í rauninni ekk- ert líkamlegt samneyti við okkar eigin kynstofn! Sagt er að fólkið fyrir ofan okkur hafi þurft kynmök til að fjölga sér: þetta er mjög ólíkt kynlausri æxlun okkar. Hvernig líta líka kynmök eiginlega út? Við höfum engar upplýsingar um þetta í smáatriðum. Tilhugsunin um tengsl við aðra af kynstofni okkar fær mig stundum til að rymja af velgju. Þegar við hættum að grafa hreyfum við okkur ekki. Þá erum við eins og púpa í draumi okkar í svartri jörðinni. Við vitum að okkur dreymir svipaða drauma en þeir eru aldrei bundnir saman. Sérhvert okkar hefur sínar eigin draumfarir. Í þessum löngu draumum get ég borað djúpt inn í jörðina og síðan orðið að einum líkama með jörðinni. Þegar allt kemur til alls snúast draumar mínir aðeins um jörðina. Langir draumar eru flottir því þeir eru hrein slökun. En ef þetta dregst á langinn minnkar ánægja mín nokkuð því draumur um jörðina getur aldrei veitt mér þá gleði sem mig langar mest til að upplifa. Einu sinni komum við saman og töluðum um drauma okkar. Eftir að ég rakti einn drauminn minn fór ég að gráta af örvæntingu. Hvers konar draumur var þetta? Hann varð svartari og svartari uns hann varð að lokum svört jörðin. Í draumnum langaði mig að gefa frá mér hljóð en ég hafði ekki neinn munn lengur. Hvert af öðru hugguðu þau mig og vísuðu til forfeðra okkar til að sýna að það væri ekkert athugavert við líf okkar. Ég hætti að gráta en í líkama mínum varð eitthvað ískalt eftir. Mér fannst það yrði erfitt að halda í fyrri bjartsýni mína á lífið. Eftir þetta fann ég hvernig þung og svört jörðin þrýsti að hjarta mínu, jafnvel að vinnudegi loknum. Jafnvel
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.