Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 91
L ó ð r é t t h r e y f i n g TMM 2013 · 3 91 stífur goggurinn var að veikjast og mig klæjaði af og til í hann. Ég þráði slökun með draumi en ég kærði mig ekki um þá kröm sem fylgir því að vakna af draumi. Mig langaði ekki að missa áhugann fyrir lífinu. Ég hlýt að hafa verið í álögum. Átti fyrir mér að liggja að hverfa inn í endalausan gulan sandinn eins og hafði hent forföðurinn týnda? Upp á síðkastið hafði ég lést og ég svitnaði mikið – meira en ég átti að mér. Kannski var það hugarástand mitt sem gerði mig veikan. Þegar ég gróf í jörðina heyrði ég félaga mína hvetja mig áfram en af einhverjum ástæðum hressti það mig ekki neitt. Þvert á móti vorkenndi ég sjálfum mér og varð væminn og tilfinningasamur. Í hléinu talaði öldungur við mig um föður minn heitinn. Hann hafði svo yndislega suðandi rödd, afskaplega líka hljóð- inu sem jörðin svarta gefur stundum frá sér. Ég kallaði þetta hljóð vögguvísu. Öldungurinn sagði að faðir minn hefði átt sér hinstu ósk en ekki getað tjáð hana. Þeir sem stóðu honum næst könnuðu það ekki nánar heldur og því hafði hinsta ósk hans ekki varðveist í minningum okkar. Á andlátsstundinni gaf faðir minn frá sér undarlegt hljóð. Þessi gamli maður hafði verið honum næstur svo að hann heyrði hljóðið best. Hann skildi strax að faðir minn vildi fljúga eins og fugl um himininn. „Vildi hann sem sé verða fugl?“ spurði ég. „Það held ég ekki. Hann hugsaði um eitthvað enn æðra.“ Að þessu sinni talaði ég lengi við öldunginn um það hver hefði getað verið hinsta ósk föður míns. Við ræddum um sandbylji, risastórar eðlur, um sérstaka vin sem hafði verið til og einnig um vissar smáerjur sem tengdust forfeðrum okkar í fjarlægri fortíð – af því að breytingar á gæðum jarðar- innar höfðu leitt til matarskorts. Í hvert sinn sem við vöktum máls á nýju umræðuefni fannst okkur við komast nær því hver hinsta ósk föður míns hafði verið. En því lengur sem við töluðum því hraðar rann hún okkur úr greipum. Það gerði okkur virkilega órótt. Svo var upplýsingum öldungsins fyrir að þakka að ég sefaðist smám saman. Þegar allt kom til alls þá var til hinsta ósk! Tómhyggja mín minnkaði við þetta. „M! Ertu að grafa?“ „Já, einmitt!“ „Það er gott. Við höfum öll haft áhyggjur af þér.“ Þessir kæru vinir, félagar, vandamenn og trúnaðarvinir! Ef ég átti ekki heima hjá þeim, hvar átti ég þá heima? Heimabyggðin var svo friðsæl, moldin svo mjúk og ljúffeng! Mér fannst ég verða að betri einstaklingi. Þótt enn væri svolítill verkur í brjóstinu var veikin horfin. Þetta þýddi þó ekki að ég væri óbreyttur. Því ég hafði breyst. Innra með mér bærðist nú dulin og óljós fyrir- ætlun sem jafnvel mér reyndist erfitt að útlista. Ég var enn eins og allir aðrir – vann, hvíldist, vann, hvíldist … Ég heyrði að fínlegar umbreytingar voru að eiga sér stað í heimabyggð okkar. Til dæmis fækkaði ættbálkum okkar; löngunin til að tímgast minnkaði; ósanngjarnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.