Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 92
C a n X u e 92 TMM 2013 · 3 umkvartanir komu fram á meðal okkar; og svo framvegis. Upp á síðkastið hafði komið fram ný skemmtun hjá okkur: að mæla lengd goggsins með breidd visnaðra fingra okkar. „Ha, ha! Minn er þrír fingur á lengd!“ „Minn er fjórir!“ „Minn er enn lengri – fjórir og hálfur!“ Þótt fingur okkar væru ekki allir jafn langir veitti þetta okkur öllum mikla gleði. Ég uppgötvaði að minn goggur var lengri en á öllum meðbræðrum mínum. Var hugsanlegt að öldungurinn sem hvarf hafi verið langafi minn?! Þessi uppgötvun mín kallaði fram á mér kaldan svita og því hélt ég þessu leyndarmáli bara út af fyrir mig. „M. Hvað er goggurinn þinn margir fingur?“ „Þrír og hálfur!“ Ég hélt líkamanum lóðréttum og æddi áfram upp á við. Allir upp- götvuðu fljótlega þessa breytingu á hreyfingum mínum. Ég fann óttann allt í kringum mig. Ég heyrði þau segja: „Hann!“ „Hræðslupúki, hræðslupúki!“ „Ég finn landið bylgjast. Er slys í vændum?“ „M, þú þarft að taka þér tak.“ „Það er okkur mjög óeðlilegt að hreyfast beint upp!“ Þetta heyrði ég allt. Ég var á kafi í einhverju hættulegu og gat ekki stoppað hvötina. Ég lyftist upp og lyftist enn upp – þangað til ég varð dauðþreyttur á þessu og svaf draumlausum svefni. Það var fastasvefn – eins og í dái. Hann var laus við rugling og kvöl. Og ég veit svo sem ekki hversu lengi ég svaf. Þegar ég vaknaði æddi líkami minn áfram upp á við. Þetta var orðið að skilyrtu viðbragði hjá mér. Ekki leið á löngu uns ég tók eftir dauðaþögninni allt í kringum mig; líklega héldu þau sig fjarri mér að vel athuguðu máli. Ég var sjálfur fjarri mörkunum svo aðrir hljóta að hafa verið það líka. Í fyrsta sinn á ævinni var ég aleinn í algerri þögn. Tveir stórir hlutir – svartir, já, sannarlega svartari en jörðin – höfðu komið sér staðfastlega fyrir yfir höfði mér. Mér fannst þessir tveir hlutir hljóta að vera þungir og gegnheilir. Það undarlega var að hvernig sem ég gróf upp á við voru þeir alltaf jafn fjarri. Ég gat ekki snert þá. Ef ég gæti snert þá með gogginum myndum við þá vera eitt um alla eilífð? Stundum urðu þeir að einum risastórum hlut og stundum skildust þeir aftur sundur. Þegar þeir runnu saman gáfu þeir frá sér gnístandi „gege“ hljóð; þegar þeir sundruðust stundu þeir vansælir. Ég gat ekki hugsað um svona margt: ég hélt bara áfram á mínu stökki upp á við eins og þeir væru ekki til staðar. Ég hugsaði með mér, mér var ekki ætlað að deyja svona fljótt. Var ég kannski að framfylgja hinstu ósk föður míns? Enn leið tíminn og ég vann áfram í dauðaþögninni og svaf mínum fastasvefni í dauðaþögn. Ég stjórnaði tilfinningum mínum samviskusamlega svo að ég hugsaði ekki of mikið og vissi að ég var að nálgast mörkin. Ó, ég gleymdi næstum þessum tveimur svörtu hlutum! Fannst mér að þeir væru ég sjálfur? Það var augljóst að maður gæti vanist hverju sem er. Ég var vissulega líka stundum veikburða og þegar það gerðist harmaði ég minn hlut innilega:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.