Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 96
C a n X u e 96 TMM 2013 · 3 „Þú getur einungis stundað lóðrétta hreyfingu hér. Hafðu ekki áhyggjur, það er meiri sandur ofan á þessum sandi.“ „Meinarðu að ég komist ekki undan þessu? Ó, ég skil. Þú ert búinn að prófa þetta. Hvað hefurðu búið lengi á þessum slóðum? Mjög lengi gæti ég trúað. Við getum ekki mælt tímann en við vitum að við glötuðum þér fyrir löngu. Kæri forfaðir, ég ímyndaði mér aldrei, ímyndaði mér aldrei að ég myndi rekast á þig á þessum – hvernig kem ég orðum að því? – á þessum útjaðri. Ef faðir minn … æ, ég get ekki nefnt nafn hans. Ef ég geri það líður aftur yfir mig.“ Hann sagði ekkert fleira. Ég heyrði rödd hans í fjarska: tsja, tsja, tsja … þegar hann gróf í sandinn með sínum langa, ellihruma goggi. Líkamsvessar mínir voru við suðupunkt. Þetta var stórskrýtið: ég var búinn að vera á svo þurrum stað svo lengi og samt voru vessar í líkama mínum. Hljóðið sem ég heyrði sagði mér að það væru einnig vessar í líkama forföður míns. Þetta var í rauninni kraftaverki líkast! Einhvers staðar fyrir ofan mig gekk hann á braut. Hann hlýtur líka að hafa séð fönix-laufin. Ó, hann sneri við! En dásamlegt – nú hafði ég félaga! Ég gat haft samskipti við einhvern. Endalaus gulur sandurinn var ekki lengur svo hræðilegur. Hver … hver var hann? „Afi, ert það þú sem hvarfst?“ „Ég er reikull andi.“ Þetta var frábært: ég talaði og fékk svar frá einhverjum. Hversu lengi hafði ég verið án þess? Einhver af sömu tegund tæki þátt í því sama og ég og myndi búa með mér í þessari eyðimörk … Hinsta ósk föður míns var sú að ég fyndi hann: svo mikið skildi ég! Ég var lítil vera á kafi í eyðimörkinni. Þetta kom út úr því sem ég hafði keppt að. Hér svona miðsvæðis setti ég mér fyrir sjónir fönix-laufin á Móður Jörð. Ég gleymdi samt ekki skylduliði mínu í myrkrinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.