Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 99
Þ r j á r s ö g u r TMM 2013 · 3 99 Ostur og sokkar Fyrir skömmu keypti ég ost – alveg fokdýrt oststykki – og stóð við ísskápinn, fékk mér bita af honum og þótti hann dásamlega góður á bragðið. Að kvöldi dags var osturinn ekki lengur í ísskápnum, ekki heldur uppi í skáp, á borð- inu, í frystihólfinu, ekki einu sinni í verkfærakassanum, í þvottavélinni, hjá sængurverunum eða úti á svölum. Og ekki heldur í eldavélinni. Osturinn var sem sé horfinn og það fyrir fullt og allt, enda varð ég ekki vör við vonda lykt úr einhverju horninu næstu daga; horni sem mér hafði mögulega yfirsést við leitina. Ég spurði móður mína, sem þekkir hvern krók og kima á heimili mínu: Veistu hvað varð um ostinn? Nei, svarar hún. Getur verið að þú hafir fleygt honum? spyr ég. Nei, svarar móðir mín. Það sama henti son minn og litlu bókina sem lá jafnan til reiðu inni á baðherbergi þegar honum dvaldist þar inni: „Hvernig skal lifa af aðstæður sem maður lendir sennilega aldrei í?“ Í bókinni er meðal annars fjallað um það hvernig verjast eigi krókódíl, hákarli og fjallaljóni, hvernig maður nái að stökkva af vélhjóli yfir í bifreið á fullri ferð, auk þess sem kennd eru rétt við- brögð við því ef að fallhlífin manns opnast ekki. Við höfum numið af þess- ari bók löngum stundum, svo löngum stundum að ég nennti yfirleitt ekki að lesa síðuna með hákarlinum og vildi fletta yfir á síðuna þar sem maður er á fleygiferð eftir ísnum og skrúfar niður bílrúðurnar á fleygiferð svo að þrýstingurinn jafnist út skyldi bíllinn sökkva – en þá er víst leikur einn að koma sér út úr honum á botni vatnsins. Skyndilega var litla bókin horfin. Hún er ekki í bókahillunni og ekki í endurvinnslupokanum, hún hefur ekki dottið upp fyrir ofninn og ekki ofan í körfuna með óhreina tauinu. Ég spyr móður mína: Hefurðu séð litlu bókina okkar? Nei, svarar hún. Loks hverfur þriðji hluturinn; annar eftirlætissokkurinn minn – sem telst varla til tíðinda. Mér skilst að í líkindareikningi sé til lögmál: Lögmálið um Horfnu sokkana, það er einmitt notað til þess að fjalla um þetta fenómen, sem er gríska orðið yfir fyrirbæri. Ég vonast sem sagt til þess að um leið og hlutirnir hverfa á tilteknum stað, birtist þeir annars staðar í kjölfarið; að til sé veröld þar sem sokkurinn minn, troðfullur af ostinum dýra, hrapi niður af brú og lifi af ógnarhátt fallið. Æska Og ég á orðið erfitt með að lyfta handleggjunum, segir hún og horfir niður eftir líkama sínum eins og ókunnum hlut. Hún lítur ekki öðruvísi út en venjulega, er lítið eitt hrumari að sjá en fyrir fjörutíu árum, samt engan veginn eins og gömul kona. Ég verð sjötíu og fimm ára í næstu viku, segir hún og rödd hennar hljómar eins og hún hljómaði fyrir fjörutíu árum. Ég á pantað í heilsulind við Eystrasaltið í næstu viku, í fyrsta sinn, segir hún.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.