Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 102
S v e t l a n a A l e x i e v i t c h 102 TMM 2013 · 3 og þó ekki. Ég man ekki neitt og ég man allt. Ég held að mamma hafði farið austur ólétt að mér. Hvers vegna? Pípið frá eimreiðunum kemur mér alltaf í uppnám … og lyktin af járnbrautarteinunum … og fólk að gráta á brautar- stöðvunum … Kannski sit ég í góðri og gildri farþegalest en svo heyri ég vörulest skrölta framhjá og ég tárast … Ég get ekki séð vagna fyrir nautgripi eða heyrt dýr öskra og baula án þess að tárfella. Við vorum flutt burt í svona vögnum. Ég var enn ekki til. En ég var samt til. Í draumum mínum eru hvorki andlit né sögur … allt sem ég sé í þeim er gert úr hljóðum og lykt. Altajhérað. Borgin Zmeínogorsk, áin Zmejovka … Útlögunum var skipað úr vögnunum við stöðuvatn handan við borgina. Þeir fóru að búa niðri í jörðinni. Í jarðhýsum. Ég fæddist neðanjarðar og ólst þar upp. Frá því í bernsku er moldarlykt af heimili mínu. Það rennur úr þakinu, moldar- köggull losnar, dettur niður og hleypur til mín. Þetta er froskur. En ég er svo lítil, ég veit ekki enn við hvern ég á að vera hrædd. Ég sef með tveimur litlum geitum, á hlýrri undirbreiðslu úr geitarflóka … Mitt fyrsta orð er „me-me“… þetta eru fyrstu hljóðin sem ég heyri, en ekki „ma“ … „mamma“. Eldri systir mín, Vladja, man hvað ég var hissa á því að geiturnar töluðu ekki eins og við. Ég skildi það ekki. Mér fannst að þær væru jafningjar mínir. Heimurinn var heill og óskiptur. Núna finn ég ekki þennan mun á okkur, á fólki og dýrum. Ég er alltaf að tala við þau … og þau skilja mig … En bjöllur og köngulær … þær voru líka rétt hjá mér … svona líka litprúðar og skrautlegar bjöllur. Þetta voru leikföngin mín. Á vorin komum við okkur saman út í sólskinið, skriðum eftir jörðinni og leituðum að einhverju að éta. Ornuðum okkur. En á veturna stirðnuðum við upp eins og tré, duttum í dvala af hungri. Ég gekk í minn eigin skóla, það voru ekki bara manneskjur sem kenndu mér. Ég heyri bæði í trjám og grasi. Ég hefi meiri áhuga á dýrum en nokkru öðru í mínu lífi, ég segi ekki sannara orð. Hvernig ætti ég að geta slitið mig frá þeim heimi … frá lyktinni af honum …? Það get ég ekki. Þarna kemur sólin loksins! Sumarið er komið! Ég er uppi við … allt í kring er skínandi fegurð og enginn er að matbúa neitt fyrir neinn. Og allt ómar enn, allt er í sterkum litum. Ég smakka á hverju grasi … blaði … blómi … á hverri rót … einu sinni át ég skollarót og var nærri dauð. Minnið geymir heillegar myndir … Ég man fjallið Bláskegg og bláan bjarma yfir því fjalli … Birtan kom einmitt frá vinstri. Að ofan og niður hlíðina … Mikil var sú sjón! Ég er hrædd um að mig bresti gáfur til að koma þessu til skila. Vekja það upp aftur. Orðin eru ekki annað en viðbót við vitundina. Við tilfinningar okkar. Rauðir valmúar, engisprettuliljur, maríurót … Allt breiddi þetta úr sér fyrir augum mínum og undir fótum mínum. Eða þá önnur mynd … ég sit upp við eitthvert hús. Eftir veggnum skríður sólblettur … og hann er marglitur og sífellt að breyta sér. Ég sit á þessum stað lengi-lengi. Ef ekki hefðu verið þessir litir hefði ég líklega dáið. Ég hefði ekki lifað af. Ég man ekki hvað við borðuðum … hvort við fengum einhvern mannamat … Á kvöldin sá ég svarta menn koma gangandi. Í svörtum fötum með svört
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.