Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 104
S v e t l a n a A l e x i e v i t c h
104 TMM 2013 · 3
í mál! Pabbi hennar kom og sagði: „Vertu ekki með þessari betlistelpu“. Ég
skildi að ég hafði verið tekin og mér ýtt til hliðar. Ég átti að láta mig hverfa
svo lítið bæri á. Auðvitað eru þetta orð fullorðinna, ekki barnamál. En til-
finninguna … tilfinninguna man ég … Þetta er svo sárt að þú móðgast ekki
lengur og vorkennir ekki sjálfri þér, allt í einu hefur þú fengið heilmikið
frelsi. En þú vorkennir ekki sjálfri þér. Ef sjálfsvorkunnin er þarna enn þá
ertu ekki búin að skoða dæmið nógu vel, kafa nógu djúpt, þú ert ekki enn
farin burt frá fólkinu. En sértu farin þá þarftu alls ekki á fólki að halda
lengur, það nægir þér sem þú finnur í sjálfri þér. Ég fór víst of djúpt á kaf …
Það er erfitt að móðga mig. Ég græt sjaldan. Mér finnast venjulegar misgerðir
hlægilegar, ergelsi milli kvenna líka … Mér finnst þetta vera svona show …
lífsins show … En ef ég heyri barn gráta … og ég geng aldrei framhjá betlara
… Ég mun aldrei ganga framhjá þeim. Ég man þessa lykt, lykt ógæfunnar
… Það ganga yfir einhverjar bylgjur og ég er enn tengd við þær. Þetta er lykt
bernsku minnar. Lyktin af mínum bleium.
Ég er á göngu með Vlödju … við höldum á sjali úr geitarull … Fallegum
hlut sem ætlaður er einhverjum öðrum heimi. Pöntunin er tilbúin. Vladja
kunni að prjóna og á þessum peningum lifðum við. Konan borgaði okkur og
segir svo: „Á ég ekki að skera nokkur blóm handa ykkur“. Hvað þá – áttum
við að fá blómvönd? Þarna stöndum við, tvær betlistelpur í einhverjum poka-
druslum … svangar og kaldar … Og við eigum að fá blóm? Við hugsuðum
aldrei um annað en brauð en þessi kona skildi að við gátum hugsað um fleira.
Þú varst innilokuð, múruð inni, og svo var opnaður fyrir þig ljóri … gluggi
var opnaður upp á gátt … Það kemur í ljós að fyrir utan brauð … fyrir utan
mat … er hægt að gefa okkur blómvönd! Það þýðir að við erum ekkert öðru-
vísi en aðrir. Við … erum alveg eins … Þetta var brot á öllum reglum: „Á ég
ekki að skera nokkur blóm handa ykkur“? Ég slít þau ekki upp, ég tíni þau
ekki, þau eru afskorin í mínum eigin garði. Frá þessari stundu … Kannski
var þetta minn lykill … mér var fenginn einhver lykill … Þetta umturnaði
öllu hjá mér … Ég man þennan blómvönd … stærðar lokkablómavönd … Ég
set þau niður við sumarbústaðinn minn á hverju vori. (Við sitjum einmitt við
sumarbústaðinn hennar. Þar vex ekki annað en blóm og tré). Ég fór til Síbiríu
ekki alls fyrir löngu … Borgin Zmeínogorsk … þangað sneri ég aftur … Ég
leitaði að götunni okkar … húsinu okkar … kjallaranum okkar … En húsið
var þar ekki lengur, búið að rífa það. Ég spurði alla: „En munið þið ekki?“
Einn gamall maður, já, hann mundi að falleg stúlka átti heima í kjallaranum,
hún var veik. Fólk man betur fegurð heldur en þjáningu. Og blómvöndinn
fengum við af því að Vladja var falleg.
Ég fór í kirkjugarðinn … Rétt við hliðið stóð varðskýli með neglt fyrir
glugga. Ég barði það utan lengi. Svo kom vörðurinn út, hann var blindur
… Hvað á nú þetta að þýða? „Getið þér ekki sagt mér hvar útlagarnir voru
grafnir?“ – „Æjá … þaaarna …“ sagði hann og sveiflaði hendinni upp eða
niður, hver veit. Einhverjir menn fylgdu mér út í ysta horn garðsins … Þar