Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 105
B e r n s k u s a g a
TMM 2013 · 3 105
var ekkert að sjá nema gras … bara gras … Ég svaf ekki um nóttina vegna
þess að ég náði varla andanum … Kökkur í hálsi … mér finnst eins og ein-
hver sé að kyrkja mig … Ég hljóp út úr hótelinu og niður á járnbrautarstöð.
Hljóp við fót gegnum alla borgina og ekki mann að sjá. Stöðin var lokuð.
Ég settist á brautarteinana og beið til morguns. Í brekkunni sátu strákur og
stelpa. Þau voru að kyssast. Það birti. Svo kom lest. Auður vagn. Við förum
inn, ég og fjórir karlmenn í skinnjökkum, krúnurakaðir, líkastir glæpa-
mönnum. Þeir buðu mér agúrkur og brauð. „Eigum við að taka í spil?“ Ég
var ekkert hrædd.
Það er ekki langt síðan eitt rifjaðist upp fyrir mér … Ég sat í strætisvagni
og það rifjaðist upp fyrir mér … Hvernig Vladja söng: „Ég leitaði að gröf
elskunnar minnar / en hana er ekki auðvelt að finna“ … Svo kemur það á
daginn að þetta var eftirlætissöngur Stalíns … hann grét þegar þetta var
sungið … Og ég var ekki lengur neitt hrifin af þessu lagi. Vinkonur Vlödju
komu til hennar og vildu fá hana með sér á ball. Ég man þetta allt … Ég
var víst orðin sex eða sjö ára … Ég sá að þær saumuðu vír í nærbuxurnar í
staðinn fyrir teygju. Til að ekki væri hægt að slíta þær af þeim … Þarna voru
ekki aðrir en útlagar … fangar … Manndráp voru algeng. Ég vissi líka þá
þegar hvað ástin var. Til Vlödju kom fallegur strákur þegar hún var veik, lá
undir einhverjum druslum og hóstaði. Og hann horfði svona á hana …
Mér finnst það sárt, en þetta er mitt allt saman. Og ég get ekki hlaupið
frá því … Ég get ekki sagt að ég hafi samþykkt allt, að ég sé þakklát fyrir
sársaukann, hér þarf að nota eitthvað annað orð. Sem ég finn ekki núna. Ég
veit að í þessu ástandi er ég langt í burtu frá öllum. Ég er ein. Þetta, að taka
þjáninguna í sínar hendur, ná fullum tökum á henni og komast út úr henni
og taka eitthvað af henni með sér. Þetta er sigur sem um munar, það er þó
einhver meining í þessu. Maður er ekki tómhentur … Til hvers hefði ég
annars átt að stíga niður til heljar?
Einhver fer með mig út að glugga: „Sjáðu þarna er farið með hann föður
þinn“ … Ókunnug kona dró eitthvað á sleða á eftir sér. Einhvern eða eitt-
hvað … vafið í ábreiðu og bundið utan um með snæri … Svo jörðuðum við
systurnar hana mömmu. Við vorum einar eftir. Vladja var farin að eiga erfitt
með gang, fæturnir sviku hana. Húðin flagnaði af henni eins og pappír. Það
var komið með litla flösku til hennar … Ég hélt þetta væri meðal en þetta
var einhver sýra. Eitur semsagt. „Vertu ekki hrædd“ … sagði hún við mig
og fékk mér flöskuna. Hún vildi að við tækjum inn eitur saman … Ég tek
svo þessa flösku … hleyp með hana og kasta henni í ofninn. Glerið brotnar
… Ofninn var kaldur, langt síðan hafði verið kveikt upp í honum. Vladja
fór að gráta: „Þú ert alveg eins og pabbi“ … Einhver kom svo að okkur …
Kannski voru það vinkonur hennar? Vladja lá þá meðvitundarlaus … Hún
var flutt á spítala en ég á barnahæli. Faðir okkar … Mig langar til að muna
eftir honum en ég sé ekki fyrir mér andlit hans hvernig sem ég reyni, andlit
hans er ekki í mínu minni. Seinna sá ég hann ungan mann á ljósmynd hjá