Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 105
B e r n s k u s a g a TMM 2013 · 3 105 var ekkert að sjá nema gras … bara gras … Ég svaf ekki um nóttina vegna þess að ég náði varla andanum … Kökkur í hálsi … mér finnst eins og ein- hver sé að kyrkja mig … Ég hljóp út úr hótelinu og niður á járnbrautarstöð. Hljóp við fót gegnum alla borgina og ekki mann að sjá. Stöðin var lokuð. Ég settist á brautarteinana og beið til morguns. Í brekkunni sátu strákur og stelpa. Þau voru að kyssast. Það birti. Svo kom lest. Auður vagn. Við förum inn, ég og fjórir karlmenn í skinnjökkum, krúnurakaðir, líkastir glæpa- mönnum. Þeir buðu mér agúrkur og brauð. „Eigum við að taka í spil?“ Ég var ekkert hrædd. Það er ekki langt síðan eitt rifjaðist upp fyrir mér … Ég sat í strætisvagni og það rifjaðist upp fyrir mér … Hvernig Vladja söng: „Ég leitaði að gröf elskunnar minnar / en hana er ekki auðvelt að finna“ … Svo kemur það á daginn að þetta var eftirlætissöngur Stalíns … hann grét þegar þetta var sungið … Og ég var ekki lengur neitt hrifin af þessu lagi. Vinkonur Vlödju komu til hennar og vildu fá hana með sér á ball. Ég man þetta allt … Ég var víst orðin sex eða sjö ára … Ég sá að þær saumuðu vír í nærbuxurnar í staðinn fyrir teygju. Til að ekki væri hægt að slíta þær af þeim … Þarna voru ekki aðrir en útlagar … fangar … Manndráp voru algeng. Ég vissi líka þá þegar hvað ástin var. Til Vlödju kom fallegur strákur þegar hún var veik, lá undir einhverjum druslum og hóstaði. Og hann horfði svona á hana … Mér finnst það sárt, en þetta er mitt allt saman. Og ég get ekki hlaupið frá því … Ég get ekki sagt að ég hafi samþykkt allt, að ég sé þakklát fyrir sársaukann, hér þarf að nota eitthvað annað orð. Sem ég finn ekki núna. Ég veit að í þessu ástandi er ég langt í burtu frá öllum. Ég er ein. Þetta, að taka þjáninguna í sínar hendur, ná fullum tökum á henni og komast út úr henni og taka eitthvað af henni með sér. Þetta er sigur sem um munar, það er þó einhver meining í þessu. Maður er ekki tómhentur … Til hvers hefði ég annars átt að stíga niður til heljar? Einhver fer með mig út að glugga: „Sjáðu þarna er farið með hann föður þinn“ … Ókunnug kona dró eitthvað á sleða á eftir sér. Einhvern eða eitt- hvað … vafið í ábreiðu og bundið utan um með snæri … Svo jörðuðum við systurnar hana mömmu. Við vorum einar eftir. Vladja var farin að eiga erfitt með gang, fæturnir sviku hana. Húðin flagnaði af henni eins og pappír. Það var komið með litla flösku til hennar … Ég hélt þetta væri meðal en þetta var einhver sýra. Eitur semsagt. „Vertu ekki hrædd“ … sagði hún við mig og fékk mér flöskuna. Hún vildi að við tækjum inn eitur saman … Ég tek svo þessa flösku … hleyp með hana og kasta henni í ofninn. Glerið brotnar … Ofninn var kaldur, langt síðan hafði verið kveikt upp í honum. Vladja fór að gráta: „Þú ert alveg eins og pabbi“ … Einhver kom svo að okkur … Kannski voru það vinkonur hennar? Vladja lá þá meðvitundarlaus … Hún var flutt á spítala en ég á barnahæli. Faðir okkar … Mig langar til að muna eftir honum en ég sé ekki fyrir mér andlit hans hvernig sem ég reyni, andlit hans er ekki í mínu minni. Seinna sá ég hann ungan mann á ljósmynd hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.