Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 106
S v e t l a n a A l e x i e v i t c h 106 TMM 2013 · 3 frænku. Það er satt … ég er lík honum … Það er nú allt samband mitt við hann. Pabbi kvæntist fallegri bóndadóttur úr fátækri fjölskyldu. Hann ætlaði að gera fína frú úr henni en mamma var alltaf með skuplu sem hún dró langt niður á enni. Hún var engin hefðarfrú. Faðir minn bjó ekki lengi með okkur í Síbiríu … hann fór til annarrar konu … En ég var þá fædd … Ég var refsing! Og bölvun! Engin hafði krafta til að láta sér þykja vænt um mig. Ekki heldur mamma. Allt þetta varð að forriti í frumum mínum: örvænting hennar, sárindi … og andúð … Alltaf vantar mig ást, meira að segja þegar ég er elskuð trúi ég því ekki, ég þarf stöðugt á sönnunum að halda. Vitnisburði. Ég þarf á þeim að halda á hverjum degi, hverja mínútu. Það er erfitt að elska mig … ég veit það … (Þegir lengi). Mér þykir vænt um minningar mínar … Ég elska þær vegna þess að þar eru allir lifandi. Þar hefi ég allt: mömmu … pabba … Vlödju … Ég verð endilega að sitja við langt borð. Með hvítum dúk. Ég bý ein en í eldhúsinu er ég með stórt borð. Kannski eru þau öll hjá mér … Ég get gengið um og allt í einu líkt eftir látbragði einhvers. Ekki mínu eigin … kannski einhverju sem Vladja gerði … eða mamma … Mér finnst að hendur okkar snertist … Ég er á barnahæli. Á barnahælinu voru munaðarlaus börn útlaga alin upp til fjórtán ára aldurs en svo voru þau send í námurnar. Og átján ára fæ ég berkla … eins og Vladja … Þannig eru örlög mín. Valdja var vön að segja að einhvers staðar langt í burtu ættum við hús. En það var mjög langt þangað. Þar varð eftir Marylja frænka, systir mömmu … Ólæs og óskrifandi bóndakona. Hún gekk á milli manna, hún bað um liðsinni. Einhverjir vandalausir skrifuðu fyrir hana bréf. Ég skil það ekki enn hvernig henni tókst þetta. En barnahælinu bárust fyrirmæli um að senda okkur systurnar á tiltekinn stað. Í Hvíta-Rússlandi. Í fyrstu lotu komumst við ekki alla leið til Minsk, við vorum látnar fara úr lestinni í Moskvu. Allt endurtók sig: Vladja var sett á spítala, hún var komin með háan hita, en ég var sett í einangrun. Úr einangrun var ég send á upptökuheimili. Það var í kjallara, þar lyktaði allt af klór. Ókunnugt fólk … Alltaf lendi ég hjá vandalausum … Alla ævi. En frænka mín hélt áfram að skrifa … og skrifa … Eftir hálft ár fann hún mig á þessu upptökuheimili. Aftur heyri ég þessi orð „hús“, „frænka“ … Það er farið með mig í lestina … Það er dimmt í vagninum, ekkert ljós nema á ganginum. Skuggar af fólki. Með mér er fóstra af heimilinu. Við komum til Minsk og keyptum miða til Postavy … öll þessi heiti þekkti ég … Vladja hafði beðið mig: „Mundu það að óðalið okkar heitir Sovtsjino“. Frá Postavy förum við fótgangandi til Gridki … í þorpið hennar frænku … Við setjumst niður við brúna til að hvíla okkur. Einhver nágranni var á heimleið af næturvakt á reiðhjóli. Hann spurði hverjar við værum. Við svöruðum að við værum á leiðinni til Marylju frænku. „Já, sagði hann, þið eruð á réttri leið“. Hann hefur víst skilað því til frænku að hann hefði séð okkur … hún kom hlaupandi á móti okkur … Ég sá hana og segi: „Þessi kona er lík mömmu minni“. Það var allt og sumt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.