Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 107
B e r n s k u s a g a TMM 2013 · 3 107 Snoðklippt sit ég á löngum bekk í húsi Stakhs frænda, bróður hennar mömmu. Dyrnar eru opnar og ég sé út um þær að fólk kemur að, hver á fætur öðrum nemur staðar og allir horfa á mig … Þetta var alveg eins og á mál- verki! Enginn segir orð. Þarna standa þau og gráta. Algjör þögn. Allt þorpið mætti … Og þau yfirtóku táraflauminn frá mér, hver og einn grét með mér. Allir þekktu föður minn, sumir höfðu unnið hjá honum. Ég heyrði oftar en ekki seinna: „Í samyrkjubúinu eru talin saman prik á okkur en Antek (faðir minn) gerði alltaf upp í peningum“. Þetta var arfur minn. Húsið okkar hafði verið flutt frá stórbýlinu á miðstöð samyrkjubúsins, og þar er þorpsráðið til húsa enn. Ég veit allt um fólk, ég veit meira en mig langar til að vita. Sama dag og rauðahersmennirnir settu fjölskyldu okkar upp í vagn og fóru með hana á næstu brautarstöð þá tóku þessar sömu manneskjur … Azhbeta gamla … Juzefa … Matej karlinn … þau hirtu allt lauslegt úr húsi okkar og báru heim í sína kofa. Þau rifu sundur minni útihús og veltu bjálkunum úr þeim heim til sín. Og allt var rifið upp úr garðinum nýja. Öll eplatrén. Frænka kom hlaupandi … og tók með sér blómapott úr glugganum til minja, annað ekki … Ég vil ekki muna þetta. Ég rek það burt úr minninu. En ég man hvernig allt þorpið tók mig að sér, bar mig á höndum sér. „Komdu með okkur. Manetsjka, við vorum að sjóða sveppi …“ „Hérna er mjólkursopi handa þér …“ Ég var rétt nýkomin og strax á eftir var allt andlitið á mér þakið í blöðrum. Mig sveið í augun. Ég gat ekki lyft augnlokunum. Fólk leiddi mig við hönd sér til að þvo mér. Allt var sviðið úr mér, allt var brennt burt, til að ég sæi heiminn með öðrum augum. Þetta voru umskiptin frá því lífi sem var til þessa hér … Nú gekk ég um götuna og allir létu mig stansa og sögðu: „Sjáiði bara stelpuna. Æ, mikið er þetta falleg stelpa!“ Án þessara orða hefðu augun í mér verið eins og í hundi sem hefur verið dreginn upp úr vök. Ég veit ekki hvernig ég hefði litið framan í fólk … Frænka mín og frændi bjuggu í geymsluskúr. Húskofinn þeirra brann í stríðinu. Þau hrófluðu upp geymslu og héldu að það væri til bráðabirgða, en þar bjuggu þau áfram. Hálmþak, lítill gluggi. Í einu horninu kartöflur, og í öðru horni veinar grís. Engar fjalir í gólfi – yfir moldina er stráð sefgresi og hálmi. Innan skamms var komið hingað með Vlödju systur líka. Hún var með okkur nokkra stund og dó svo. Hún var glöð yfir því að deyja heima. Síðustu orð hennar voru: „Hvað verður um hana Mönju litlu?“ Allt sem ég lærði um ástina fékk ég að vita í skúrnum hennar frænku. „Litli fuglinn minn, kallaði frænka mig … suðarinn minn … býflugan mín …“ Ég var allltaf að suða og nauða í henni. Ég gat ekki trúað þessu … Þeim þótti vænt um mig! Ég var elskuð! Maður stækkar og aðrir dást að þér – þetta er svo mikill lúxus. Hvert bein í þér réttir úr sér, allir vöðvar. Ég dansaði fyrir hana „rússa“ og „eplið“. Mér voru kenndir þessir dansar í útlegðinni … Ég söng líka: „Um Tsjújskskarð vegurinn liggur / og leið margir eiga um hann“ … Eða þennan söng: „Ég dey og verð grafinn í fram- andi fold / þá fellir hún mamma tár / Eiginkonan fær annan mann / en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.