Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 108
S v e t l a n a A l e x i e v i t c h 108 TMM 2013 · 3 aldrei fær mamma‘ annan son …“ Ég hljóp svo mikið um á hverjum degi að fæturnir urðu allir helbláir – en skó átti ég enga. Þegar ég lagðist fyrir á kvöldin vafði frænka fæturna á mér í faldinn á náttkjólnum sínum og ornaði þeim. Hún vafði mig í reifar. Svona ligg ég rétt við magann á henni … eins og í móðurkviði … Þess vegna man ég ekki það sem gert er á minn hlut … Ég gleymdi öllu illu … ég er búin að fela það einhvers staðar langt í burtu … Á morgnana vaknaði ég við að frænka sagði: „Ég er búin að baka klatta. Borðaðu nú“ … „Nei, frænka, ég vil sofa lengur“ … „Þú skalt borða og sofa svo“ … Hún skildi að maturinn … þessar blínur … voru eins og meðöl fyrir mig. Blínur og kærleikur. En frændi okkar, hann Vitalik, var fjárhirðir, hann bar svipu um öxl og langan lúður úr næfrum. Hann gekk í hermannastakki og reiðbuxum. Hann kom með „nesti“ handa okkur úr haganum – þar var ostur og spikbiti – allt sem kerlingarnar stungu að honum. Þetta var heilög fátækt! Hún skipti þau engu máli, særði þau ekki né heldur móðgaði. Allt þetta skiptir svo miklu fyrir mig, það er svo … dýrmætt … Ein vinkona mín er að kvarta: „Við eigum ekki fyrir nýjum bíl“ … Önnur segir: „Mig hefur alla ævi dreymt um minka pels en ég er ekki búin að kaupa hann enn“ … Þetta heyri ég eins og í gegnum gler … Það eina sem ég sé eftir er að ég get ekki lengur verið í stuttu pilsi … (Við hlæjum saman). Frænka mín hafði sérkennilega rödd … sem titraði eins og hjá Edit Piaf … Henni var boðið í brúðkaup til að syngja. Og ef einhver dó. Ég hljóp alltaf með henni … Það man ég … Þarna stendur hún við opna líkkistu … stendur þar lengi … Svo er eins og hún segi einhvern veginn skilið við alla og hún gengur nær. Hún gengur hægt … hún sér að enginn getur sagt síðustu orðin við þessa manneskju … Fólk vill gera það, en það geta ekki allir. Og svo byrjar hún: „Og hvert ert þú, Anja mín, farin frá okkur … farin frá deginum bjarta og nóttinni … hver mun nú ganga um húsagarðinn þinn … hver ætli kyssi nú börnin þín … hver tekur á móti kúnni á kvöldin …?“ Hægt og ofur- lágt velur hún orðin … Allt er þetta hvunndagslegt og einfalt en um leið háleitt. Og dapurlegt. Það er einhver hinsti sannleikur í þessum einföldu orðum. Endanlegur sannleikur. Rödd hennar titrar … Og allir fara að gráta með henni. Menn eru búnir að gleyma því að ekki er búið að mjólka kúna og að eiginmaðurinn varð eftir heima blindfullur. Andlitin breytast, hégóminn hverfur, það birtir yfir þeim. Allir gráta. Ég fer hjá mér … og vorkenni frænku minni … Hún kemur svo heim veik manneskja: „Æ, Manja mín, það suðar svo í hausnum á mér“. En hún hafði svona hjartalag, hún frænka … Ég kem hlaupandi heim úr skólanum … Lítill gluggi, nál við fingur … Frænka mín er að rimpa saman tuskurnar okkar og syngur: „Með vatni má slökkva eldinn / en ekkert fær ástina kæft …“ Ég er eins og upptendruð af þessum minningum … Af óðalinu okkar … ekkert stendur eftir af húsinu okkar nema nokkrir steinar. En ég finn hitann frá þeim og þeir draga mig til sín. Ég fer þangað eins og til að heimsækja gröf. Ég get sofið þar úti yfir nótt. Ég geng varlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.