Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 109
B e r n s k u s a g a TMM 2013 · 3 109 um, er hrædd við að stíga til jarðar. Þarna er engin manneskja en þarna er líf. Niður frá lífi … alls konar lifandi vera … Ég geng um og er hrædd um að ég skemmi hús einhvers. Sjálf get ég komið mér fyrir hvar sem er eins og maur. Ég trúi á heimkynni. Ég vil að blóm vaxi … að allt sé fallegt … Ég man hvernig farið var með mig á barnahælinu inn í herbergið þar sem ég átti að búa. Hvít rúm … Ég leita með augunum: er rúmið við gluggann upptekið? Fæ ég eigið náttborð? Ég reyni að átta mig á því hvar ég muni eiga heima. En núna … Hvað erum við búnar að sitja lengi og tala? Á meðan slotaði þrumuveðrinu … nágrannakonan leit við … síminn hringdi … Allt hafði þetta áhrif á mig, ég brást við þessu öllu. En á pappírnum eru bara orðin … Ekkert annað verður þar: grannkonan verður þar ekki, ekki símhringingar … ekki heldur það sem ég sagði ekki en samt brá því fyrir í minninu, það var hérna hjá okkur. Kannski segi ég frá öllu öðruvísi á morgun. Orðin verða eftir en ég stend upp og held áfram. Ég hefi lært að lifa með því. Og kann það. Ég geng og geng. Hver hefur gefið mér þetta? Allt þetta … Gaf Guð það eða mennirnir? Ef Guð gaf þá vissi hann hverjum gefa skyldi. Þjáningin ól mig upp … Hún er mitt sköpunarverk … Mín bæn. Mikið hefur mig oft langað til að segja ein- hverjum frá öllu. Ég missti ýmislegt út úr mér. En enginn spurði mig nokkru sinni: „En hvað var svo … hvað?“ En ég var alla ævi að búast við góðu eða vondu fólki, ég veit ekki af hverju en ég var alltaf að bíða eftir fólki. Ég bíð alla ævi eftir því að einhver finni mig. Og ég segi allt við hann … og þá spyr hann: „Já, en hvað var svo …?“ Núna er farið að segja: þetta er sósíalismanum að kenna … honum Stalín … Rétt eins og Stalín hefði vald eins og Guð. Hver og einn hafði sinn Guð. Af hverju þagði hann? Frænka mín … þorpið okkar … Ég man líka eftir Maríu Petrovnu Aristovu, frábærri kennslukonu sem heimsótti hana Vlödju okkar á sjúkrahúsið í Moskvu. Vandalaus kona … en það var hún sem kom með hana til okkar í þorpið, bar hana inn á höndum sér … Vladja gat alls ekki gengið lengur … Maria Petrovna sendi mér svo blýanta og konfekt. Skrifaði mér bréf. Og svo var það á upptökuheimilinu þar sem verið var að þvo mér og sótthreinsa mig … Ég er uppi á háum bekk … öll í sápufroðu … ég get hrasað og meitt mig á steingólfinu. Ég renn til og klöngrast niður … Þá grípur mig ókunnug kona … einhver fóstra … og þrýstir mér að sér: „Unginn minn litli“, segir hún. Ég hefi séð Guð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.