Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 121
E r n ý t t „ k a l t s t r í ð“ í u p p s i g l i n g u ? TMM 2013 · 3 121 snúist um áferð.20 Rússland myndi áfram gefa þá mynd af sjálfu sér að það væri stórveldi á alþjóðaleikvanginum, varðveitti staðfast og föðurlegt viðhorf gagnvart nágrannaríkjum sínum og krefðist lykilstöðu í öllum mikilvægum alþjóðamálum, jafnvel í málum þar sem áhrif Rússlands eru lítil, og myndi streitast á móti því sem líta mætti á sem ásælni vesturvelda í nágrannaríkjum Rússlands. Ekkert af þessu er fráhvarf frá stefnu Pútíns. Að þessu leyti má líta á Médvédév sem skrautfígúru, samkvæmt þessu tók Pútín áfram allar mikil vægar ákvarðanir. Fræðimaðurinn Andrew Monaghan við bresku hugveituna Chatham House, er meðal annarra þessarar skoðunar.21 Aðrir telja sig hafa séð vissa breytingu frá herskárri línu Pútíns og að líta megi á Médvédév sem frjálslyndari stjórnmálamann, a.m.k. ef bakgrunnur hans væri skoðaður. Fleiri forystumenn í rússneskum stjórnmálum hefðu „mýkt“ orðfæri sitt þannig að það varð óþekkjanlegt eftir að Médvédév varð fram- bjóðandi Sameinaðs Rússlands.22 Þó verður að telja að það hafi verið mikil bjartsýni að búast við sérstakri stefnubreytingu. Médvédév stóð þó e.t.v. að einhverju leyti fyrir nýrri stefnumótun því að samþykkt var ný utanríkisstefna fyrir Rússland árið 2008 sem leysti af hólmi stefnuna frá árinu 2000. Þá var samþykkt þjóðaröryggisstefna 2009 og hernaðarstefna árið 2010. Í utanríkisstefnunni er lögð áhersla á breytt umhverfi alþjóðamála og sterkari stöðu Rússlands frá aldamótum sem krefjist uppfærslu eða endurmats á fyrri stefnu. Fyrsta áhersluatriðið snertir þjóðaröryggi, að viðhalda og styrkja fullveldið og hina landfræðilegu einingu ríkisins og áfram er áhersla lögð á áhrifavald Rússlands í samfélagi þjóðanna, þetta þurfi að vera til staðar til að styrkja getu á sviði stjórn- mála, efnahagsmála og mannauðs.23 Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efna til góðra tengsla og samstarfs á erlendum vettvangi í því augnamiði að nútímavæða Rússland, til þess að bæta lífskjör og treysta innviði og stoðir samfélagsins, m.t.t. lýðræðis, réttarríkisins, mannréttinda og frelsis en líka til að efla samkeppnishæfni landsins í hnattvæddum heimi. Vitaskuld er ábyrgð Rússlands í samfélagi þjóðanna undirstrikuð og vilji til samstarfs til að tryggja öryggi, þ.m.t. í sameiginlegum fjölþjóðlegum aðgerðum. Þar kemur fram vilji til náins samstarfs við nágrannaríkin, ekki síst fyrrum Sovétlýðveldi (að Eystrasaltsríkjum undanskildum), en hins vegar er litið á stækkun NATO sem ögrun við Rússland. Sláandi er hversu sjálfhverf utanríkisstefnan er um rússneska hagsmuni og í henni birtist andstaða við einhliða áhrif Bandaríkjanna. Þetta er iðulega látið í ljós með óbeinum hætti í gegnum orðanotkun, eins og með orðinu mnogostoronnyj sem þýðir „marghliða“ en vísar til þess að alþjóðleg deilumál eigi að leiða til lykta með aðkomu margra en ekki á forsendum Bandaríkjanna einna. Það kemur ekki á óvart að hugtök eins og lýðræði og mannréttindi eru ekki skilin á vestræna vísu heldur meira í samhenginu „Rússland er fullvalda lýðræði“ eins og það sé andstæðan við hið vestræna „Messíasar“ lýðræði.24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.